26. Katrín Jakobsdóttir (Svar på replik)

Information

Type
Svar på replik
Talenummer
26
Status
Waiting for transcription
Dato

Þetta er risastórt mál fyrir loftslagsmálin í heiminum því að það sem gerist á norðurslóðum gerist í raun og veru miklu hraðar en annars staðar, þannig að það er ekki bara málefni okkar hvernig fer með norðurslóðir heldur alls heimsins. Árið 2021 náðist saman í Norðurskautsráðinu sýn til 10 ára fyrir norðurslóðir með sérstakri áherslu á loftslagsmál og því er það alveg sérlega sorglegt sem hefur gerst síðan hvað varðar innrás Rússa í Úkraínu. En það skiptir öllu  máli að við hin höldum áfram að vinna samkvæmt þessari sýn og forgangsröðum því að vernda vistkerfi norðurslóða sem er algert lykilatriði til þess að við náum árangri í loftslagsmálum. Ég vildi bara ítreka og taka undir það sem Jonas Gahr Støre sagði hér. 

 

Skandinavisk oversettelse

Vi har här att göra med en gigantisk fråga för världens klimat eftersom förändringarna sker mycket fortare i Arktis än i andra delar av världen, vilket betyder att det inte är vår ensak hur det går med Arktis, utan det är en fråga som angår hela världen. Arktiska rådet godkände 2021 en vision för den arktiska regionen med fokus på klimatfrågor, vilket gör det som har hänt sedan i och med Rysslands invasion i Ukraina ännu mer tragiskt. Men det som är viktigast är att vi andra fortsätter att arbeta enligt denna vision och att vi prioriterar att skydda ekosystemet i Arktis, som är helt centralt i kampen mot klimatändringarna. Jag ville helt enkelt ställa mig bakom det Jonas Gahr Støre sade här.