45. Katrín Jakobsdóttir (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
45
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Þetta hefur ekki verið til beinnar umræðu, aukin samræming milli Norðurlanda, á mínum sem forsætisráðherra í fimm ár þó að við séum auðvitað öll að glíma við sömu áskoranirnar. Ég vil hins vegar nota tækifærið og taka undir með hv. þingmanni að auðvitað er það svo að við sjáum það hreinlega, því að nú hafa Íslendingar verið að taka á móti fjölbreyttum hópi flóttafólks, að það er fólk sem fer til starfa þegar það hefur náð að koma sér fyrir í samfélaginu og er ekki tengt skipulagðri glæpastarfsemi samkvæmt okkar reynslu. En þetta er ekki eitthvað sem við höfum rætt beinlínis, að samræma stefnu okkar þegar kemur að móttöku flóttafólks, en öll þessi lönd eru að taka á móti fjölda fólks um þessar mundir og auðvitað ekki síst frá Úkraínu.

 

Skandinavisk oversettelse

Vi har inte direkt diskuterat detta, en ökad samordning mellan de de nordiska länderna, under mina fem år som statsminister, även om vi förstås alla har samma utmaningar. Jag skulle ändå vilja använda det här tillfället för att instämma med den ärade ledamoten i att förstås är det så att vi mycket tydligt ser, nu när Island har tagit emot en varierad grupp invandrare, att vi har att göra med människor som börjar arbeta när de har lyckats etablera sig i samhället och som inte har några kontakter med organiserad brottslighet enligt vår erfarenhet. Men vi har inte diskuterat precis detta, en eventuell samordning av vår politik när det gäller flyktingmottagande, men alla våra länder tar emot stora grupper just nu, inte minst från Ukraina naturligtvis.