Bryndís Haraldsdóttir (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
331
External speaker
Bryndís Haraldsdóttir
Speaker role
Vestnordisk råds vice-formand
Date

Ég vil byrja á að þakka fyrir tækifærið til að vera hérna með ykkur og fá að ávarpa ykkur. Vestnorræna ráðið er samstarf þjóðþinga Íslands, Grænlands og Færeyja og við erum þakklát fyrir áheyrnaraðild okkar að Norðurlandaráði. Umræðan hér hefur verið áhugaverð og lærdómsrík. Við í Vestnorræna ráðinu reynum að fylgjast vel með störfum ykkar og höfum fulltrúa úr forsætisnefnd á fundum okkar og ráðstefnum.

Stærsti viðburður Vestnorræna ráðsins á starfsárinu er án efa samþykkt á áheyrnaraðild okkar að Norðurskautsráðinu. Með því var mikilvægum áfanga í sögu ráðsins náð. Ákvörðunin um að sækja um áheyrnaraðildina var tekin árið 2012, en þá hafði ráðið fylgst vel með þróun innan Norðurskautsráðsins og þeim mikla áhuga sem er á málefnum norðurslóða. Sá áhugi hefur vaxið hratt og sumir tala um kapphlaup á svæðinu. Bráðnun íshellunnar á Norðurpólnum mun leiða til aukinnar umferðar skipa um svæðið svo að segja í bakgarðinum okkar, enda ljóst að í því felst veruleg stytting flutningsleiða milli Asíu og Evrópu.

Aukin skipaumferð, aðgengi að auðlindum, sjávarfangi og mögulega olíu, felur bæði tækifæri og áskoranir í sér. En umræðan verður að snúast um okkur, um fólkið sem býr á norðurslóðum. Hvernig tryggjum við að áfram verði öruggt og gott að búa á þessu svæði? Áhuginn á norðurskautinu er svo mikill að fleiri og fleiri vilja taka þátt í starfi ráðsins. Það er góð ástæða fyrir því þar sem breytingar á ásýnd svæðisins hafa áhrif langt út fyrir það. Bráðnun íss hefur áhrif á loftslag og vistkerfi alls heimsins. Það er því mikilvægt að uppfylla Parísarsamkomulagið og við verðum öll að taka þátt í því. Að ná tökum á loftslagsbreytingum skiptir okkur á norðurslóðum höfuðmáli. Á þessu ári gerðust hræðilegir atburðir í Grænlandi þar sem flóðbylgja skolaði á haf út fólki og húsum. Þetta er afleiðing loftslagsbreytinga. En hvers vegna vill Vestnorræna ráðið taka þátt í Norðurskautsráðinu? Jú, því að við erum þjóðkjörnir fulltrúar og við viljum vera skýr rödd fyrir hagsmuni fólksins sem býr á svæðinu.

Kæru vinir. Þrátt fyrir að Vestnorræna ráðið leggi áherslu á samstarf á norðurskautinu þýðir það ekki að við drögum úr samvinnu við Norðurlandaráð, þvert á móti. Eins og rætt var um hér af ráðherrunum er traust grundvöllur góðs samstarfs og við í Vestnorræna ráðinu tökum undir þær áherslur og væntum áframhaldandi trausts og góðs samstarfs við Norðurlandaráð.

Skandinavisk oversættelse

Jeg vil indlede med at takke for denne lejlighed til at være her sammen med jer og tale til jer. Vestnordisk Råd er et samarbejde mellem de nationale parlamenter i Island, Grønland og Færøerne, og vi er taknemmelig for vores observatørstatus i Nordisk Råd. Debatten her har været interessant og lærerig. I Vestnordisk Råd forsøger vi at følge godt med i jeres arbejde, og en repræsentant fra jeres præsidium deltager i vores møder og konferencer. Årets højdepunkt i Vestnordisk Råd er uden tvivl godkendelsen af vores observatørstatus i Arktisk Råd. Det er en vigtig milepæl i rådets historie. Beslutningen om at søge observatørstatus blev taget i 2012, efter at rådet havde fulgt nøje med udviklingen i Arktisk Råd og den store interesse der er for arktiske spørgsmål. Denne interesse er vokset støt, og nogle taler om et kapløb i regionen. Smeltningen af isdækket på Nordpolen vil medføre øget skibstrafik i regionen, i vores baghave så at sige, og det er indlysende at transportruterne mellem Asien og Europa bliver betydeligt forkortet. Øget skibstrafik, adgang til ressourcer, fisk og skaldyr og muligvis olie, indebærer både muligheder og udfordringer. Men debatten må dreje sig om os, menneskerne der bor i Arktis. Hvordan sikrer vi at det fortsat bliver sikkert og godt at bo i regionen? Interessen for Arktis er så stor at stadig flere ønsker at deltage i rådets arbejde. Det er der en god grund til da områdets ændrede udtryk har langtrækkende konsekvenser. Isens smeltning påvirker klima og økosystemer i hele verden. Derfor er det vigtigt at efterleve Pariseraftalen, hvilket vi allesammen må bidrage til. For os i Arktis er det afgørende at det lykkes at tøjle klimaændringerne. I år skete der frygtelige hændelser i Grønland da en lavine skyllede mennesker og huse ud i havet. Det skyldtes klimaændringer. Men hvorfor ønsker Vestnordisk Råd at deltage i Arktisk Råd? Jo, fordi vi er folkevalgte repræsentanter, og ønsker at være en klar stemme for de mennesker der bor i området. Kære venner. Til trods for at Vestnordisk Råd lægger vægt på samarbejdet i Arktis betyder det ikke at vi formindsker samarbejdet med Nordisk Råd, tværtimod. Ligesom ministrene var inde på tidligere er tillid grundlaget for et godt samarbejde. Vi i Vestnordisk Råd tilslutter os dette og forventer fortsat tillid og godt samarbejde med Nordisk Råd.