Eygló Harðardóttir (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
30
Speaker role
Statsministerens stedfortræder, Island
Date

Takk fyrir spurninguna, fyrirspurnina. Ég tek undir og hef einmitt lesið í gegnum tillöguna sem jafnaðarmenn leggja hér fram. Mér finnst hún mjög góð, vel orðuð. Það er svo mikilvægt það sem kemur fram þar, og líka í gögnum sem við höfum lagt fram og utanríkisráðherra hefur komið á framfæri við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, og snýr að því að það eru gífurlega mikil tækifæri í því, eins og kemur fram í tillögunni, að nota öflug tölvukerfi til að samkeyra þær rannsóknir eða upplýsingar sem eru nú þegar í norrænum gagnabönkum. Þar erum við ekki bara að horfa á mænuskaða heldur verður gífurlegur fjöldi af fólki fyrir heilaskaða á hverju ári. Við vitum að með öldrun allra Norðurlandaþjóðanna sjáum við aukna tíðni af ýmsum sjúkdómum sem tengjast taugakerfinu þannig að ég vonast svo sannarlega til þess að þingið samþykki þessa tillögu og að við getum farið í að vinna eftir þeirri leið, sem lögð er til, að samkeyra þau gögn sem við erum með og gera vonandi nýjar uppgötvanir á sviði læknavísindanna.

Skandinavisk oversettelse:

Tak for spørgsmålet, forespørgslen. Jeg er enig, og jeg har netop læst det forslag igennem som socialdemokraterne fremlægger. Jeg synes det er meget godt, velformuleret. Det er vigtigt, som det fremgår af forslaget, og også i de dokumenter, som vi har fremlagt, og som udenrigsministeren har gjort Nordisk Ministerråds generalsekretær opmærksom på. Det handler om de fantastiske potentialer, som det også fremgår af forslaget, i at bruge effektive computersystemer til samkøring af den forskning og de data, der allerede findes i nordiske databaser. Der tænker vi ikke kun på rygmarvsskade, men også det enorme antal mennesker der bliver hjerneskadet hvert år. Vi ved, at samtidigt med at vi får flere ældre i hele Norden, så ser vi flere tilfælde af forskellige sygdomme, der er relateret til nervesystemet. Derfor håber jeg sandelig, at plenum vedtager forslaget og at vi kan gå i gang med at arbejde på den måde, som der bliver foreslået, og samkøre de data, der foreligger, og forhåbentligt gøre nye opdagelser inden for lægevidenskaben.