Jóhanna Sigurðardóttir (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
39
Speaker role
Islands statsminister
Date

Mér fannst nú spurningunni beint til Reinfeldts en ég get alveg svarað henni að því er varðar Ísland. Það er alveg skýrt að það hafa verið stigin ýmis skref núna bara á undanförnum árum í þá átt er varðar íslenska menntakerfið að sporna við gróðastarfsemi í menntakerfinu. Og mér finnst það vera alveg út úr kortinu ef staðan er með þeim hætti að einkaaðilar eiga að greiða einkaaðilum arð, til dæmis með skóla hvort sem eru framhaldsskólar eða háskólar, að það eigi að vera einhver gróðastarfsemi í þessu. Ef það er einhver peningur sem er afgangs í þessum skólakerfum okkar þá eiga þeir að fara til uppbyggingar í skólakerfinu en ekki til þess að greiða einkaaðilum arð. Mér finnst að það skuli vera alveg skýrt að það á að fara í uppbyggingu á kerfinu og alls ekki í að greiða einkaaðilum arð. Það er alveg skýrt hjá okkur.

Skandinavisk oversettelse:

Jeg opfattede det således, at spørgsmålet blev stillet til Reinfeldt, men jeg kan godt svare for Islands del. Det står helt klart, at der er taget adskillige skridt blot inden for de allerseneste år, når det gælder det islandske uddannelsessystem for at dæmme op for spekulationer i at lukrere på uddannelsessystemet. Og jeg synes, at det er helt ude i hampen, hvis privatpersoner skal til at betale profit til private aktører, for eksempel skoler, ungdomsuddannelser eller universiteter, at det skal være en lukrativ forretning. Er der penge tilovers i vores uddannelsessystemer, så bør de gå til opbygning af uddannelsessystemet, og ikke til at udbetale profit til private. Jeg synes, at det bør fremgå meget tydeligt, at pengene bør gå til udbygning af systemet, og slet ikke til udbetaling af profit til private. Det er vi på det rene med.