Jóhanna Sigurðardóttir (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
42
Speaker role
Islands statsminister
Date

Já, takk fyrir þessa spurningu. Þetta er náttúrlega mjög aktúel spurning á Íslandi af því að við höfum nýlega gengið í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu sem er leiðbeinandi fyrir breytingar á stjórnarskránni. Það var farið í heildarendurskoðun á stjórnarskránni með mjög sérstökum hætti. Það hafa þúsundir Íslendinga komið að þeirri endurskoðun og niðurstaðan var mjög ákveðin og skýr og leiðbeinandi til þingsins, ekki síst í þessu máli sem þú ert hér að nefna varðandi auðlindaákvæðið vegna að 82 prósent af þeim sem spurðir voru vildu að það væri þjóðareign á auðlindum sem ekki væru í einkaeign og það eru margir sem telja að þetta geti haft áhrif á okkar fiskveiðistefnu vegna þess að ákvæðið lýtur mjög að jafnræði að því er varðar nýtingu á okkar auðlindum.

Skandinavisk oversettelse:

Ja, tak for spørgsmålet. Spørgsmålet er selvfølgelig meget aktuelt i Island, da vi lige har haft en vejledende folkeafstemning om ændringer i grundloven. Grundlovsrevisionens forløb har været enestående. Tusindvis af islændinge deltog i revisionen, og kom frem til en meget klar og koncis konklusion, der er vejledende for parlamentet, ikke mindst i det spørgsmål du rejser om bestemmelsen om naturressourcerne, fordi 82 procent af de adspurgte ønskede at ressourcerne blev befolkningens fælleseje og ikke i privateje, og det er manges opfattelse, at dette vil påvirke vores fiskeripolitik, da bestemmelsen handler om lige adgang til udnyttelse af vores naturressourcer.