Kolbeinn Óttarsson Proppé (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
232
Speaker role
Nordisk Grøn Venstre
Date

Ég verð nú bara að segja það eins og er að ég er feginn að hafa ekki heyrt á Alþingi Íslendinga þessi sjónarmið sem talað er fyrir hér. Traust er ein yfirskrift þessa Norðurlandaráðsþings og ég verð að segja að mér finnst hv. þingmaður ekki bera mikið traust til stórs hóps mannkyns. Hv. þingmaður talar um að mikilvægt sé að Norðurlöndin tali einni röddu í þessum efnum. Sem betur fer er það svo að sú skoðun sem þingmaðurinn talar fyrir er enn minnihlutaskoðun og verður vonandi alltaf. Ef þingmanninum finnst svona mikilvægt að tala einni röddu er þá ekki eðlilegt að hann aðlagi sína skoðun að meirihlutaskoðun Norðurlandaráðsþings?

Skandinavisk oversættelse

Jeg må sige det som det er at jeg er lettet over at jeg ikke på det islandske Alting har måttet lægge øre til de holdninger, der luftes her. Tillid er en af overskrifterne på Nordisk Råds session, og jeg må sige at jeg synes ærede medlem ikke udviser stor tillid til en stor gruppe af menneskeheden. Ærede medlem taler om hvor vigtigt det er at Norden taler med en stemme på dette område. Heldigvis forholder det sig sådan at den holdning som medlemmet giver udtryk for er en mindretalsholdning og forbliver forhåbentlig sådan. Hvis medlemmet finder det vigtigt at tale med en stemme ville det så ikke være naturligt at han tilpassede sin holdning flertallets holdning på Nordisk Råds session?