Valgerður Gunnarsdóttir (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Main speech
Speech number
349
Speaker role
Kultur- og Uddannelsesudvalgets talsperson
Date

Virðulegi forseti og kæru þingfulltrúar. Ég tala hér fyrir tillögu um símenntun frá mennta- og menningarmálanefnd A 1627. Við höfum verið dugleg að taka í notkun nýjar aðferðir sem gera möguleika fullorðins fólks til endurmenntunar og fullorðinsfræðslu auðvelda. Símenntun hefur verið lykilatriði í norrænni velferð, það var skjalfest í skýrslu ráðherranefndarinnar, Árangursríkar aðferðir til símenntunar á Norðurlöndum, en hún var birt árið 2012.

Það er hins vegar ljóst að hlutfall ungs fólks og fullorðinna sem hafa litla eða enga undirstöðumenntun fer vaxandi og veldur því að þetta fólk á erfiðara með að fá vinnu. Við þurfum því að leggja saman krafta okkar og hugvit til að leysa þetta vandamál. Það er sameiginleg áskorun allra norrænu ríkjanna.

Menntun veitir einstaklingum mesta öryggið á vinnumarkaði og aðgengi að störfum við hæfi og hún er líka afar mikilvæg fyrir atvinnulífið, að hafa á að skipa hæfum og vel menntuðum starfsmönnum, það eykur hagvöxt og velferð.

Mennta- og menningarmálanefndin leggur áherslu á að jafnvel þó að ungt fólk hætti í námi eða falli á brott úr skóla sé ekki lokað fyrir möguleika þeirra til að koma aftur inn og mennta sig og sérhæfa til mismunandi starfa. Hver einstaklingur er mikilvægur í atvinnulífinu og samfélaginu. Við höfum ekki efni á að glata hæfileikum þeirra til að byggja gott samfélag. Um 20% ungmenna falla brott úr námi án þess að ljúka grunnmenntun. Það veldur þeim erfiðleikum þá og síðar meir með að fá vinnu og verða virkir þegnar í þjóðfélaginu.

Ófaglærðum störfum fækkar sífellt sem gerir hlutskipti þeirra enn verra. Stjórnvöld hafa reynt að sporna við þessari þróun en betur má ef duga skal. Því er mjög mikilvægt að til staðar séu úrræði til að koma til móts við þennan hóp í formi símenntunar og endurmenntunar. Það skiptir líka máli fyrir heilbrigði og vellíðan því að geðræn vandamál og vonleysi fylla oft fólk í þessari stöðu og hæfileikar þess glatast. Nýjar lausnir eru því mikilvægar, raunhæfar lausnir sem þjóna bæði einstaklingum og samfélaginu.

Oft er árangursríkt að líta til þess sem aðrar þjóðir eru að gera. Mennta- og menningarmálanefndin lítur til Skotlands í þessu tilliti en Skotar hafa þróað með sér símenntunarkerfi sem gert er ráð fyrir að einstaklingar eigi rétt á að afla sér menntunar alla ævi og að sú menntun geti átt sér stað innan atvinnulífsins, að starfsreynsla sé metin til jafns á við nám í skóla.

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident og kære rådsmedlemmer. Jeg fremlægger hermed Kultur- og Uddannelsesudvalgets forslag om livslang læring, A 1627. Vi har været gode til at indlede nye metoder, der giver voksne øgede muligheder for livslang læring og voksenuddannelse. Livslang læring har været en nøglefaktor i nordisk velfærd, hvilket fremgår af ministerrådets rapport, Effektive strategier for livslang læring i de nordiske lande, som udkom i 2012.

Det står derimod klart, at antallet unge og voksne med lille eller ingen grunduddannelse vokser, og det bliver stadig sværere for disse mennesker at få et arbejde. Derfor må vi forene vores kræfter og viden for at løse dette problem. Det er en fælles udfordring for alle nordiske lande.

Uddannelse giver individer større tryghed på arbejdsmarkedet og adgang til passende jobs, og den er også særdeles vigtig for erhvervslivet. Det at råde over kompetente og veluddannede medarbejdere, det øger vækst og velfærd.

Kultur- og Uddannelsesudvalget understreger, at selv om unge enten ikke afslutter en ungdomsuddannelse eller falder ud af uddannelsessystemet, så skal de ikke udelukkes fra at vende tilbage og uddanne sig eller specialisere i forskellige jobs. Ethvert individ tæller i erhvervslivet og i samfundet. Vi har ikke råd til at gå glip af deres kompetencer ved opbygningen af et godt samfund. Ca. 20 procent af alle unge dropper ud af uddannelserne uden at fuldføre en grunduddannelse. Det giver dem problemer, også senere i livet med at finde et job, og blive aktive borgere i samfundet.

Endnu sværere bliver det for dem når andelen af ufaglærte jobs bliver mindre og mindre. Myndighederne har forsøgt at modarbejde denne udvikling men der skal mere til. Derfor er det særdeles vigtigt med løsninger der imødekommer denne gruppe med livslang læring og efteruddannelse. Det er også vigtigt for sundhed og velvære da psykiske problemer og håbløshed ofte præger folk i denne situation, hvor deres evner går tabt. Derfor er det vigtigt med nye løsninger, konkrete løsninger, til gavn for både individet og samfundet.

Det giver ofte gode resultater at hente inspiration i andre lande. Kultur- og Uddannelsesudvalget har set på Skotland i dette tilfælde, hvor skotterne har udviklet et særligt læringssystem, der tager udgangspunkt i at individerne har ret til at uddanne sig hele livet, at deres uddannelse kan finde sted i arbejdslivet, og at erhvervserfaring skal vurderes på lige fod med undervisning i skoler.

Præsidenten mindede om, at taletiden er to minutter.