301. Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)

Information

Speech type
Presentation
Speech number
301
Speaker role
NGV-gruppens talsperson
Date

Virðulegi forseti. Á dögunum kom út skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, eða IPPC. Þetta var sannast sagna svört skýrsla. Hún kom kannski ekki öllum á óvart. Ýmsir hafa nú vitað í hvað stefndi. En það hversu alvarleg staðan er kom mörgum þó sannarlega á óvart. Munurinn á 1,5 °C hlýnun jarðar og 2,0 °C er gríðarlegur. Hlýnun upp á 2,0 °C hefur áhrif á líf manna, vistkerfi okkar og aðrar tegundir um heim allan með hörmulegum afleiðingum. Mun fleiri eiga á hættu að verða án matar vegna minni uppskeru. Meira en 99% af kóralrifjum heims munu sennilega deyja. Á Norðurlöndum mun þetta m.a. bitna illilega á skógum. Staðan er sem sagt grafalvarleg.

Stjórnmálin verða að bregðast við þessari stöðu. Þau okkar sem eru í þeirri forréttindastöðu að geta brugðist við, eins og við hér á Norðurlöndunum, verðum að bregðast sérstaklega við. Það er ekki nóg að tala bara fallega um hvað við viljum gera. Við þurfum að vera tilbúin í drastískar aðgerðir. Það er ekki hægt að halda áfram í grunninn eins og ekkert hafi í skorist en gera úrbætur á ýmsum sviðum sem vissulega eru þarfar og góðra gjalda verðar og við styðjum heils hugar. En það þarf mun róttækari aðgerðir. Það þarf að ráðast að rót vandans. Það þarf að hætta vinnu jarðefnaeldsneytis, það er svo einfalt. Spurningin er aðeins hvenær það verður gert. Það þarf þess vegna, samkvæmt tillögu okkar hér, að setjast niður og gefa sér tíma til að skoða hvernig hægt er að vinna að því og gera áætlanir. Á endanum hlýtur niðurstaðan að verða sú að við getum ekki haldið áfram að gera nákvæmlega það sem gerir vandann enn verri og tala svo um það af og til hvernig við eigum að bregðast við vandanum með einhverjum plástrum. Við þurfum róttækar aðgerðir. Við þurfum hugrakkar aðgerðir. Það er öll jörðin undir, allt líf á jörðinni er undir. Við getum talað hér fallega um ýmsa hluti en ef við höfum ekki hugrekki til þess að fara í nógu róttækar aðgerðir þá skiptir það fallega tal okkar á endanum afskaplega litlu máli.

Við eigum að stefna, jörðin sem heild, að kolefnishlutleysi. Það þýðir ósköp einfaldlega — af því að það er alveg augljóst mál ekki munu öll ríki jarðar geta náð því, þau eru misjafnlega stödd til þess — að Norðurlönd og önnur ríki sem eru vel stæð að ganga enn lengra. Við eigum ekki bara að vera með kolefnishlutleysi heldur eigum við að vera neikvæð. Þannig náum við meðaltali jarðar niður í núll, það er okkar ábyrgð. Þess vegna leggjum við til að þessi tillaga verði samþykkt.

Skandinavisk oversættelse:

Ärade president. För en kort tid sedan publicerades den senaste rapporten från FN:s klimatpanel. Det var i sanningens namn en dyster läsning. Den var säkert inte överraskande för alla. En och annan visste nog redan vart vi är på väg. Men hur allvarlig situationen har blivit kom nog som en överraskning för många. Skillnaden mellan en global uppvärmning på 1,5 °C och 2,0 °C är enorm. En uppvärmning på 2,0 °C påverkar människors livsvillkor, vårt ekosystem och andra arter över hela världen, med katastrofala följder. Mycket fler människor än tidigare riskerar nu att bli utan mat på grund av minskande skörd. Över 99 % av världens korallrev kommer antagligen att försvinna. I Norden kommer detta att ha mycket negativa konsekvenser för skogarna. Situationen är alltså extremt allvarlig.

Politiker måste reagera. De av oss som är tillräckligt privilegierade för att överhuvudtaget ha möjligheten att reagera, som vi här i Norden, måste gå till handling. Det räcker inte med vackra ord om det som vi skulle vilja göra. Vi måste vara beredda att vidta drastiska åtgärder. Vi kan inte fortsätta som om i grund och botten ingenting har hänt och enbart göra olika insatser som visserligen är nödvändiga och nyttiga och som vi helt och hållet står bakom. Det behövs mycket mer radikala åtgärder. Vi måste bekämpa problemets rötter. Vi måste sluta utvinna fossila bränslen, så enkelt är det. Frågan är bara när vi gör det. Därför måste vi, som vi betonar i vårt förslag, sätta oss ner och ta oss tid att utforska hur vi kan gå till väga och planera det här arbetet. Till slut måste resultatet bli att vi inte kan fortsätta att göra precis det som förvärrar situationen och prata emellanåt om hur vi borde hantera problemet genom att använda ett eller annat plåster. Det krävs radikala åtgärder. Det krävs djärva åtgärder. Hela världen hotas, allt liv på jorden hotas. Vi kan uttrycka oss här vackert om saker och ting men om vi saknar mod att vidta tillräckligt radikala åtgärder då spelar sådant till slut en ytterst liten roll.

Målet bör vara att uppnå global koldioxidneutralitet. Detta betyder helt enkelt – då det är glasklart att inte alla länder kommer att kunna uppnå den målsättningen, eftersom de har olika bra förutsättningar till det – att Norden och andra länder med högt välstånd måste gå ännu längre. Det räcker inte med att vara koldioxidneutrala, vi måste bli negativa. På så sätt kan vi uppnå målet att det globala genomsnittet blir noll, och det är det som är vårt ansvar. Därför föreslår vi att förslaget godkänns.