Norðurlönd og sjálfbærnimarkmið SÞ fram til ársins 2030

Norrænt samstarf og sjálfbærnimarkmiðin fram til ársins 2030

Tietoja

Publish date
Abstract
Haustið 2016 ákvað Norðurlandaráð að koma á fót vinnuhópi með fulltrúum nefndanna og forsætisnefndar til þess að kanna hvort grundvöllur væri og ef svo væri móta tillögu um hvernig Norðurlandaráð gæti stuðlað að framkvæmd markmiðanna í sjálfbærnimarkmiðum SÞ fram til ársins 2030. Verkefni vinnuhópsins var að varpa ljósi á þau markmið sem hægt væri að eiga samstarf um á Norðurlöndum og þær aðgerðir sem mætti hrinda í framkvæmd til að ná fram markmiðunum. Vinnuhópinn skipuðu Sonja Mandt, forsætisnefnd, formaður, Christian Juul, Norrænu velferðarnefndinni, Hanna Kosonen, Norrænu sjálfbærninefndinni, Torgeir Knag Fylkesnes, Norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndinni, Norunn Tveiten Benestad, Norrænu þekkingar- og menningarnefndinni og Espen Krogh, forseti Norðurlandaráðs æskunnar.
Publication number
2017:775