Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar

Skrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs og Norræna menningarsjóðsins eru undir sama þaki á Ved Stranden 18.

Information

Póstfang

Norden Hus
Ved Stranden 18
1061 København K
Danmark

Contact
Tölvupóstur

Content

    News
    Publications
    Information
    Funding opportunities

    Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar

    Stjórnýslu og mannauðssvið (FOHR)

    Stjórnsýslu- og mannauðssvið hefur yfirumsjón með mannaráðningum, starfsmannaþróun, lagalegum málefnum og styrkveitingum. Auk stjórnsýslustarfa sér sviðið um skipulag og undirbúning funda Norrænu ráðherranefndarinnar um dómsmál (MR-JUST).

    Til stofnunar
    Skrifstofa framkvæmdastjórans (NMR)
    Eystrasaltsskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar
    Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Eistlandi
    Eitt mikilvægasta verkefni skrifstofunnar er að fylgjast með nýjustu straumum og koma auga á sóknarfæri í samstarfi Eistlands og Norðurlandanna, m.a. gegnum skoðanaskipti við norræna fulltrúa, sem skrifstofan hefur náið samstarf við. Skrifstofan er einnig fulltrúi „þess norræna“ á breiðum vettvangi og stuðlar að auknu norrænu samstarfi í Eistlandi.
    Til stofnunar
    Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnari í Lettlandi
    Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Meginverkefni skrifstofunnar að að efla og auka samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjann í Lettlandi.. Skrifstofan er í nánu samstarfi við sendifulltrúa Norðurlandanna í Lettlandi og stendur fyrir sameiginlegum norrænum viðburðum, auk þess að fylgjast með stefnum, straumum og tækifærum sem felast í samstarfinu.
    Til stofnunar
    Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Litháen
    Eitt mikilvægasta verkefni skrifstofunnar er fylgjast með og finna nýjar leiðir til samstarfs Litháen og Norðurlandanna, starfið er unnið í samstarfi við norræna fulltrúa, sem skrifstofan hefur náið samstarf við. Skrifstofan stuðlar einnig að kynningum á því sem er "norrænt" og að því að auka norrænt samstarf við Litháen
    Til stofnunar
    Málefnaskrifstofa
    Deild þekkingar og velferðar (KV)
    Þekkingar- og velferðardeildin vinnur að málum sem tengjast menntun, rannsóknum og félagsmálum, þar á meðal heilbrigðis- og velferðarmálum. Hún vinnur einnig með atvinnumál. Deildin hefur yfirumsjón með norrænu tungumálasamstarfi og annast þverfaglegt samstarf um aðlögunarmál fyrir hönd samstarfsráðherranna.
    Til stofnunar
    Deild hagvaxtar og loftslagsmála (VK)
    Deild hagvaxtar og loftslagsmála samræmir norrænt samstarf á sviði atvinnu-, orku- og byggðamála (MR-VÆKST), umhverfismála (MR-MK), stafvæðingar (MR-DIGITAL) og efnahags- og fjármálastefnu (MR-FINANS).
    Til stofnunar
    Upplýsingasvið (KOMM)
    Á sviðinu starfa auk deildarstjórans, upplýsingaráðgjafar, vefstarfsmenn, túlkar, þýðendur, útgáfustarfsmenn, skrifstofufólk, verkefnaráðnir starfsmenn og námsmenn í hlutastörfum. Störf þeirra felst í samskiptum og upplýsingagjöf fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina jafnt til skamms sem og langs tíma.
    Til stofnunar
    Jafnréttismál, alþjóðastarf, náttúruauðlindir og menning (LINK)

    Svið jafnréttismála, alþjóðastarfs, náttúruauðlinda og menningar hefur umsjón með samræmingu norrænnar samvinnu á eftirfarandi málefnasviðum: Jafnrétti og málefni LGBTI; Börn og ungmenni; Alþjóðlegt samstarf; Sjávarútvegur og fiskeldi, landbúnaður, matvæli, skógrækt og Nýr norrænn matur; Menning, listir, fjölmiðlar og norrænu menningarstofnanirnar

    Til stofnunar
    Fjármálasvið
    Fjármálasvið ber meginábyrgð á fjármálastjórnun og uppgjöri fyrir Hús Norðurlanda í heild sinni. Á meðal verkefna sviðsins er bókhald, mánaðaruppgjör, gerð ársreikninga og margt fleira. Það að auki hefur sviðið umsjón með verkefnastjórnun fyrir þau verkefni sem fjármögnuð eru af Norrænu ráðherranefndinni og styðja við Framtíðarsýnina 2030.
    Til stofnunar