Norræna ráðherranefndin

Norræna ráðherranefndin er opinber samstarfsvettvangur norrænu ríkisstjórnanna. Norræna ráðherranefndin vinnur að sameiginlegum norrænum lausnum sem skila sýnilegum árangri fyrir alla þá sem eiga heima á Norðurlöndum.

Norræna ráðherranefndin

Samstarfsráðherrarnir (MR-SAM)
Norrænu samstarfsráðherrarnir sjá um samhæfingu á ríkisstjórnasamstarfinu í umboði forsætisráðherranna.
Til stofnunar
Norrænn sérfræðihópur í innflytjendamálum
Norrænn sérfræðihópur í innflytjendamálum tengist norrænni samstarfsáætlun um aðlögun flóttafólks og innflytjenda og er ætlað að stuðla að traustum og fjölbreyttum þekkingargrunni fyrir norrænt samstarf um aðlögunarmál.
Til stofnunar
Norræna samstarfsnefndin (NSK)
Norræna samstarfsnefndin hefur umsjón með samhæfingu samstarfsins og er jafnframt stjórn skrifstofu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Norræna samstarfsnefndin er skipuð háttsettum embættismönnum frá löndunum.
Til stofnunar
Ráðuneyti utanríkismála, landsstjórn Grænlands (GL)
Landsstjórn Færeyja, norrænt samstarf (FO)
Skrifstofa Norræns samstarfs (Álandseyjum)
Norðurlandaskrifstofa, norrænt samstarf (IS)
Utanríkisráðuneytið, norrænt samstarf (FI)
Utanríkisráðuneytið, norrænt samstarf (NO)
Utanríkisráðuneytið, norrænt samstarf (SE)
Utanríkisráðuneytið, skrifstofa ráðherra norræns samstarfs (DK)
Sérfræðingahópur um sjálfbæra þróun
Sérfræðingahópurinn skal veita norrænu samstarfsnefndinni og samstarfsráðherrunum ráðgjöf um sjálfbæra þróun.
Til stofnunar
Norræn ráðgjafarnefnd um málefni Norðurslóða, NRKA
Í tengslum við að samþykkt var ný norræn samstarfsáætlun um málefni Norðurslóða árið 2002 var sett á fót Norræn ráðgjafarnefnd um málefni norðurslóða, NRKA. Norræn ráðgjafarnefnd um málefni Norðurslóða er skipuð norrænum fulltrúum í Norðurskautsráðinu ásamt fulltrúum frá Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Hlutverk NRKA gagnvart Norrænu ráðherranefndinni er að vera samstarfsráðherrunum og Norrænu samstarfsnefndinni til ráðgjafar um málefni Norðurslóða.
Til stofnunar
Skrifstofa Sérfræðinganefndar um Norðurslóðir
Stjórnsýsluhindranaráðið
Stjórnsýsluhindranaráðið er pólitískt skipuð nefnd sem norræn stjórnvöld hafa falið að greiða fyrir frjálsri för einstaklinga og fyrirtækja innan Norðurlanda. Stjórnsýsluhindranaráðið hóf störf árið 2014. Fulltrúar landanna skiptast árlega á að gegna formennsku í Stjórnsýsluhindranaráðinu á sama hátt og hjá Norrænu ráðherranefndinni. Formaður Stjórnsýsluhindranaráðs á að leiða starfið í samvinnu við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.
Til stofnunar
Gränshinderarbete
Vinnan við að uppræta stjórnsýsluhindranir er mikilvægt samstarfssvið Norðurlandanna og er liður í því að ná markmiðum forsætisráðherranna um að Norðurlöndin verði samþættasta svæði í heimi. Starfið er unnið af Stjórnsýsluhindranaráðinu sem tók til starfa í janúar 2014. Samfara endurnýjuðu umboði Stjórnsýsluhindranaráðsins frá ársbyrjun 2018 er markmið nefndarinnar að uppræta á ári hverju 8-12 stjórnsýsluhindranir á sviði vinnumála, félagsmála, menntamála og í atvinnulífinu.
Til stofnunar
Informationstjenester

Informationstjenester under MR-SAM

Til stofnunar
Landamæraþjónustan
Landamæraþjónustan er rekin í samstarfi sænskra og norskra stjórnvalda. Starfsemi landamæraþjónustunnar felst aðallega í því að svara fyrirspurnum einstaklinga og fyrirtækja sem stunda einhvers konar starfsemi sem teygir sig yfir landamærin.
Til stofnunar
Info Norden
Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar Tilgangurinn með þessari þjónustu er að auðvelda fólki að flytja sig yfir landamæri á Norðurlöndunum.
Til stofnunar
Norðurlönd í brennidepli
Norðurlöndin í brennidepli fjalla um mál á döfinni þjóðlöndunum út frá norrænu sjónarhorni. Skrifstofur Norðurlandanna í brennidepli, Norden i Fokus, standa fyrir námskeiðum og sýningum um mál á döfinni sem varða stjórnmál, umhverfismál, atvinnulíf og menningu. Markhópar skrifstofunnar eru embættismenn, stjórnmálamenn, blaða- og fréttamenn og hagsmunasamtök.
Til stofnunar
Norræna upplýsingaskrifstofan á Suður-Jótlandi / í Suður-Slésvík
Hlutverk norrænu upplýsingaskrifstofunnar er að samhæfa norræna starfsemi á Suður-Jótlandi og upplýsa um norrænt samstarf. Skrifstofan miðlar norrænni menningu með ýmiss konar starfsemi á landamærasvæðinu, meðal annars með heimsóknum norrænna rithöfunda, listsýningum, tónleikaröðum, leshringjum og ferðalögum um Norðurlönd. Skrifstofan hefur jafnframt það hlutverk að auka þekkingu um Suður-Jótland og Suður-Slésvík á Norðurlöndum.
Til stofnunar
Landamæraþjónusta á Norðurkollu
Landamæraþjónusta á Norðurkollu hefur þekkingu á stjórnsýsluhindrunum, veitir upplýsingar, ráðleggur einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem starfa þvert á landamæri Finnlands og Svíþjóðar og Finnlands og Noregs. Auk þess vinnur Landamæraþjónustan að því að ryðja úr vegi stjórnsýsluhindrunum.
Til stofnunar
Øresunddirekt
Øresunddirekt er upplýsingaþjónusta sem miðlar opinberum upplýsingum frá yfirvöldum til einstaklinga og atvinnulífs á Eyrarsundssvæðinu. Undir Øresunddirekt heyrir vefritstjórn sem staðsett er í Kaupmannahöfn og upplýsingamiðstöð á Hjälmaregatan 3 i Malmö. Á upplýsingamiðstöðinni í Malmö eru starfsmenn frá vinnumiðlun (Arbetsförmedlingen), almannatryggingum (Försäkringskassan), lénsstjórninni (Länsstyrelsen) og skattayfirvöldum (Skatteverket) sem veita opinberar upplýsingar með hliðsjón af aðstæðum á Eyrarsundssvæðinu.
Til stofnunar
Norræna barna- og ungmennanefndin (NORDBUK)
NORDBUK veitir ráðgjöf og samhæfir starf að málefnum barna og ungmenna innan Norrænu ráðherranefndarinnar.
Til stofnunar
Skrifstofa NORDBUK
Norrænt starfsmannaskiptakerfi (NORUT)
Starfsmannaskipti gefa ríkisstarfsfólki kost á að kynna sér stjórnsýslu annars staðar á Norðurlöndum en í heimalandinu. Styrkjunum er skipt árlega niður á löndin, einnig Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, en umsjón með þeim hefur hópur tengiliða frá öllum löndunum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.
Til stofnunar
Ráðherranefndir
Norræna ráðherranefndin um vinnumál (MR-A)
Samstarf ríkisstjórna Norðurlanda á sviði atvinnu- og vinnumarkaðsmála, vinnuumhverfis og vinnuréttar er undir stjórn atvinnu- og vinnumarkaðsráðherra Norðurlanda sem jafnframt sitja í Norrænu ráðherranefndinni um vinnumál.
Til stofnunar
Norræna ráðherranefndin um sjálfbæran hagvöxt (MR-VÆKST)
Norræna ráðherranefndin um stafræna væðingu 2017-2024 (MR-DIGITAL)
Norrænu samstarfsráðherrarnir (MR-SAM) ákváðu þann 22. júní 2017 að stofna sértæka ráðherranefnd um stafræna væðingu (MR-DIGITAL) fyrir tímabilið 2017–2024. MR-DIGITAL er skipað einum ráðherra frá hverju landanna ásamt Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. Þá hafa Eystrasaltsríkin hvert sinn fulltrúa frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Eftirfarandi ráðherrar eru útnefndir í ráðherranefndina um stafræna væðingu (MR-DIGITAL)
Til stofnunar
Embættismannanefndir
Norræna ráðherranefndin um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS)
Norræna ráðherranefndin um dómsmál (MR-JUST)
Samstarf norrænu ríkisstjórnanna á sviði löggjafarmála fer fram undir stjórn norrænu dómsmálaráðherranna, sem saman mynda MR-JUST. Löggjafarsamstarfið er tæki í starfi sem miðar að því að skapa sameiginlegar grundvallarreglur í löggjöf Norðurlandanna.
Til stofnunar
Norræna ráðherranefndin um menningarmál (MR-K)
Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna og Færeyja, Grænlands og Álandseyja bera ábyrgð á norrænu menningarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmiðið er meðal annars að stuðla að fjölbreytni í listtjáningu og kynna listamenn og störf þeirra.
Til stofnunar
Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál og LGBTI (MR-JÄM)

Samstarf norrænu ríkisstjórnanna á sviði jafnréttismála fer fram undir stjórn ráðherra jafnréttismála, sem saman mynda MR-JÄM. Sameiginleg menning, saga og lýðræðislegar hefðir Norðurlanda hafa gert okkur kleift að byggja upp náið og gagnlegt samstarf um jafnréttismál.

Til stofnunar
Norræna ráðherranefndin um umhverfis- og loftslagsmál (MR-MK)
Samstarfi ríkisstjórna Norðurlandanna á sviði umhverfismála er stýrt af MR-MK. Samstarf Norðurlandanna á sviði umhverfismála á meðal annars að stuðla að því að viðhalda og bæta gæði umhverfis og lífsgæða á Norðurlöndum ásamt því að hafa áhrif á svæðisbundið og alþjóðleg samstarf.
Til stofnunar
Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál (MR-S)
Samstarfi norrænu ríkisstjórnanna á sviði félags- og heilbrigðismála er stjórnað af norrænu félags- og heilbrigðisráðherrunum, sem saman mynda MR-S. Norræna samstarfið á sviði félags- og heilbrigðismála byggir á sameiginlegum gildum, en þau eru undirstaða norræna velferðarlíkansins.
Til stofnunar
Norræna ráðherranefndin um menntamál og rannsóknir (MR-U)
Samstarfi norrænu ríkisstjórnanna um menntamál og rannsóknir er stýrt af norrænu ráðherrunum sem fara með málefni menntamála og rannsókna, en saman mynda þeir ráðherranefndina um menntamál og rannsóknir (MR-U). Ráðherranefndin um menntamál og rannsóknir á að beita sér fyrir því að Norðurlöndin verði í fararbroddi hvað varðar þekkingu og samkeppnishæfni.
Til stofnunar
Norræna ráðherranefndin um efnahags- og fjármál (MR-FINANS)
Samstarf norrænu ríkisstjórnanna á sviði efnahags- og fjármála fer fram undir stjórn norrænu fjármálaráðherranna, sem saman mynda Norrænu ráðherranefndina um efnahags- og fjármál (MR-FINANS). MR-FINANS fundar einu sinni á ári til að ræða þau svið fjármálastefnu þar sem meiri ávinningur hlýst af norrænu samstarfi en ef löndin störfuðu hvert í sínu lagi.
Til stofnunar
Embættismannanefndir
Embættismannanefndir
Vinnuhópar og nefndir
Framkvæmdastjórinn
Hlutverk framkvæmdastjórans og frumkvæðisrétturinn Ríkisstjórnir Norðurlanda tilnefna framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Hlutverk hans er að stjórna starfi skrifstofunnar. Starf formennskulandsins og framkvæmdastjórans lýtur leiðbeinandi reglum sem Norræna samstarfsnefndin (NSK) hefur mótað en samkvæmt starfsreglum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur framkvæmdastjórinn rétt og skyldu til að taka sjálfur frumkvæði, sé það talið nauðsynlegt til að þróa samstarfið. Þetta er nefnt frumkvæðisréttur og gildir um allt starf skrifstofunnar. Skrifstofan gegnir með öðrum orðum ekki einungis óvirku hlutverki við skipulag á framkvæmd ákvarðana sem teknar eru í ráðherra- og embættismannanefndunum. Hún á jafnframt sjálf að gera tillögur og taka virkan þátt í að knýja norrænt samstarf fram á við.
Til stofnunar
Formennskuland Norrænu ráðherranefndarinnar
Formennskuáætlun Svíþjóðar 2024
Í komandi formennskutíð sinni í Norrænu ráðherranefndinni 2024 vill Svíþjóð skapa öruggari, grænni og frjálsari Norðurlönd og stuðla að því að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.
Til stofnunar
Islands formandskab 2023

Friður gegnir lykilhlutverki í formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina, ásamt metnaði til að Norðurlöndin verði græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær.

Formennskuáætlunin

Til stofnunar
Formennska Norðmanna 2022
Á formennskutíma Noregs í Norrænu ráðherranefndinni verður markvisst unnið að áherslusviðunum þremur, en þau eru: græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Við hyggjumst hleypa nýjum krafti í vinnuna við framtíðarsýnina, stuðla að hraðari grænum umskiptum og auka skilvirkni í starfi ráðherranefndarinnar. Í sameiningu getum við gert Norðurlönd sterkari og grænni.
Til stofnunar
Formennska Finna 2021
Í formennskuáætlun Finnlands er áhersla lögð á framtíðarsýn norræns samstarfs, sem er að Norðurlöndin verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims. Í áætlun ársins 2021 eru settar fram leiðbeiningar um virkt samstarf til þess að skapa grænni, samkeppnishæfari og félagslega sjálfbærari Norðurlönd.
Til stofnunar
Formennska Danmerkur 2020
Samtaka um framtíðarlausnir. Svo hljóðar yfirskriftin sem lýsir keppikefli væntanlegrar formennsku Danmerkur auk Grænlands og Færeyja í Norrænu ráðherranefndinni árið 2020. Formennskulandið vill hrinda í framkvæmd framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030: Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.
Til stofnunar
Formennska Íslands 2019
Ungt fólk, sjálfbær ferðaþjónusta og lífríki hafsins eru þau málefnasvið sem Ísland hefur sett í forgang í formennskuáætlun sinni í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2019. Meðal formennskuverkefna eru verkefni er varða forgangsmálefni á Norðurlöndum, á borð við jafnrétti, stafræna þróun og sjálfbæra þróun, ásamt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Til stofnunar
Formennskuáætlun Svíþjóðar 2018

Sjálfbær, nýskapandi og örugg Norðurlönd fyrir alla eru einkunnarorð Svía þegar þeir taka við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2018. Stafræn væðing er rauður þráður í formennskuáætluninni.

Til stofnunar
Formennska Norðmanna 2017
Norðmenn fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2017. Formennska Norðmanna leggur áherslu á Norðurlönd á umbreytingaskeiði, Norðurlöndum í heiminum og Norðurlönd í Evrópu.
Til stofnunar
Formennska Finna 2016
Finnar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2016. Meginþemu formennsku Finnlands eru vatn, náttúra og mannfólk.
Til stofnunar
Formennska Dana 2015
Vöxtur, velferð og gildi, ásamt málefnum norðurslóða, eru meginþemu í formennskuáætlun Dana fyrir Norrænu ráðherranefndina árið 2015.
Til stofnunar
Formennska Íslands 2014
Grænt hagkerfi og trygging norræna velferðarþjóðfélagsins eru í öndvegi í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014.
Til stofnunar
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar
Stjórnýslu og mannauðssvið (FOHR)

Stjórnsýslu- og mannauðssvið hefur yfirumsjón með mannaráðningum, starfsmannaþróun, lagalegum málefnum og styrkveitingum. Auk stjórnsýslustarfa sér sviðið um skipulag og undirbúning funda Norrænu ráðherranefndarinnar um dómsmál (MR-JUST).

Til stofnunar
Skrifstofa framkvæmdastjórans (NMR)
Eystrasaltsskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Eistlandi
Eitt mikilvægasta verkefni skrifstofunnar er að fylgjast með nýjustu straumum og koma auga á sóknarfæri í samstarfi Eistlands og Norðurlandanna, m.a. gegnum skoðanaskipti við norræna fulltrúa, sem skrifstofan hefur náið samstarf við. Skrifstofan er einnig fulltrúi „þess norræna“ á breiðum vettvangi og stuðlar að auknu norrænu samstarfi í Eistlandi.
Til stofnunar
Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnari í Lettlandi
Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Meginverkefni skrifstofunnar að að efla og auka samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjann í Lettlandi.. Skrifstofan er í nánu samstarfi við sendifulltrúa Norðurlandanna í Lettlandi og stendur fyrir sameiginlegum norrænum viðburðum, auk þess að fylgjast með stefnum, straumum og tækifærum sem felast í samstarfinu.
Til stofnunar
Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Litháen
Eitt mikilvægasta verkefni skrifstofunnar er fylgjast með og finna nýjar leiðir til samstarfs Litháen og Norðurlandanna, starfið er unnið í samstarfi við norræna fulltrúa, sem skrifstofan hefur náið samstarf við. Skrifstofan stuðlar einnig að kynningum á því sem er "norrænt" og að því að auka norrænt samstarf við Litháen
Til stofnunar
Málefnaskrifstofa
Deild þekkingar og velferðar (KV)
Þekkingar- og velferðardeildin vinnur að málum sem tengjast menntun, rannsóknum og félagsmálum, þar á meðal heilbrigðis- og velferðarmálum. Hún vinnur einnig með atvinnumál. Deildin hefur yfirumsjón með norrænu tungumálasamstarfi og annast þverfaglegt samstarf um aðlögunarmál fyrir hönd samstarfsráðherranna.
Til stofnunar
Deild hagvaxtar og loftslagsmála (VK)
Deild hagvaxtar og loftslagsmála samræmir norrænt samstarf á sviði atvinnu-, orku- og byggðamála (MR-VÆKST), umhverfismála (MR-MK), stafvæðingar (MR-DIGITAL) og efnahags- og fjármálastefnu (MR-FINANS).
Til stofnunar
Upplýsingasvið (KOMM)
Á sviðinu starfa auk deildarstjórans, upplýsingaráðgjafar, vefstarfsmenn, túlkar, þýðendur, útgáfustarfsmenn, skrifstofufólk, verkefnaráðnir starfsmenn og námsmenn í hlutastörfum. Störf þeirra felst í samskiptum og upplýsingagjöf fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina jafnt til skamms sem og langs tíma.
Til stofnunar
Jafnréttismál, alþjóðastarf, náttúruauðlindir og menning (LINK)

Svið jafnréttismála, alþjóðastarfs, náttúruauðlinda og menningar hefur umsjón með samræmingu norrænnar samvinnu á eftirfarandi málefnasviðum: Jafnrétti og málefni LGBTI; Börn og ungmenni; Alþjóðlegt samstarf; Sjávarútvegur og fiskeldi, landbúnaður, matvæli, skógrækt og Nýr norrænn matur; Menning, listir, fjölmiðlar og norrænu menningarstofnanirnar

Til stofnunar
Fjármálasvið
Fjármálasvið ber meginábyrgð á fjármálastjórnun og uppgjöri fyrir Hús Norðurlanda í heild sinni. Á meðal verkefna sviðsins er bókhald, mánaðaruppgjör, gerð ársreikninga og margt fleira. Það að auki hefur sviðið umsjón með verkefnastjórnun fyrir þau verkefni sem fjármögnuð eru af Norrænu ráðherranefndinni og styðja við Framtíðarsýnina 2030.
Til stofnunar