Norræn samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2018–2021
Tietoja
Julkaisupäivämäärä
Kuvaus
Við Norðurlandabúar stöndum frammi fyrir mörgum áskorunum sem snúa að því að efla hagvöxt og atvinnutækifæri alls staðar í norrænu löndunum svo við getum haldið áfram að efla velferð og samheldni. Í samstarfsáætluninni er mikilvægustu samstarfssviðum lýst og sett fram skýr stefna fyrir norrænt samstarf á sviði atvinnumála. Með samstarfsáætluninni vilja norrænu atvinnumálaráðherrarnir 1) tryggja getu til að bregðast skjótt við, 2) efla nýsköpunar- og samkeppnishæfni og 3) bæta hnattræn markaðstækifæri. Ráðherrarnir munu einnig vinna saman að norrænum hagsmunum á vettvangi ESB. Samstarfsáætluninni er ætlað að tryggja árangur og tengingu í löndunum, hún byggir á forgangsröðun norrænu landanna og aðgerðum þeirra á sviði atvinnumála. Enn fremur byggir hún á norrænum aðgerðum sem hafa reynst árangursríkar og viðeigandi sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030.
Julkaisunumero
2018:704