Norðurlönd sem sjálfbærasta og samþættasta svæði heims
Framkvæmdaáætlun 2021–2024
Tietoja
Julkaisupäivämäärä
Kuvaus
Framtíðarsýn okkar 2030: Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika verða þrjú stefnumarkandi áherslusvið í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar á næstu fjórum árum: Græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd.Til þess að það megi takast voru allar fagráðherranefndir, norrænar stofnanir og Norðurlandaráð beðin um að leggja fram tillögur um verkefni og áherslur. Þá var gert meira en nokkurn tíma fyrr til að leita samráðs hjá borgaralegu samfélagi og atvinnulífi á Norðurlöndum.Afraksturinn er framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem hér liggur fyrir um starfið á næstu fjórum árum, en hún byggist á tólf markmiðum sem tengjast hinum stefnumarkandi áherslum. Áætlunin tilgreinir hverju norrænt samstarf á að hafa áorkað fyrir árið 2024 og hvernig ráðherranefndin stuðlar að því að það takist.
Julkaisunumero
2020:727