330. Orri Páll Jóhannsson (Indlæg)

Information

Type
Indlæg
Talenummer
330
Talerrolle
Nordisk Grøn Venstre
Status
Waiting for transcription
Dato

Ég vil byrja á því að segja að við í flokkahóp norrænna vinstri grænna styðjum þessa ágætu tillögu flokkahóps jafnaðarmanna. Öll þekkjum við Svansmerkið og Svansvottunina, merki sem þekkist ekki bara á Norðurlöndunum heldur víðar og það að vera með opinbert vottunarkerfi eins og í því tilfelli hjálpar fólki að taka réttar ákvarðanir. Ferðaþjónusta er eitthvað sem við, með mismunandi hætti, byggjum okkar útflutning á að mörgu leyti og það hefur komið hér fram áður í öðru samhengi að til að mynda í mínu landi, Íslandi, þá koma 40% af útflutningstekjum okkar úr ferðaþjónustu en á móti kemur að við erum með viðkvæma náttúru og ákveðin þolmörk samfélaga sem verður að horfa til í samhenginu. Þetta höfum við rætt undir öðrum tillögum í hagvaxtar- og þróunarnefndinni, svo dæmi sé tekið.

En varðandi þessa tillögu hér þá styðjum við hana heils hugar, hún er gott mál og það verður gaman að fylgjast með þróun hennar í framhaldinu.