330. Orri Páll Jóhannsson (Indlæg)
Information
Ég vil byrja á því að segja að við í flokkahóp norrænna vinstri grænna styðjum þessa ágætu tillögu flokkahóps jafnaðarmanna. Öll þekkjum við Svansmerkið og Svansvottunina, merki sem þekkist ekki bara á Norðurlöndunum heldur víðar og það að vera með opinbert vottunarkerfi eins og í því tilfelli hjálpar fólki að taka réttar ákvarðanir. Ferðaþjónusta er eitthvað sem við, með mismunandi hætti, byggjum okkar útflutning á að mörgu leyti og það hefur komið hér fram áður í öðru samhengi að til að mynda í mínu landi, Íslandi, þá koma 40% af útflutningstekjum okkar úr ferðaþjónustu en á móti kemur að við erum með viðkvæma náttúru og ákveðin þolmörk samfélaga sem verður að horfa til í samhenginu. Þetta höfum við rætt undir öðrum tillögum í hagvaxtar- og þróunarnefndinni, svo dæmi sé tekið.
En varðandi þessa tillögu hér þá styðjum við hana heils hugar, hún er gott mál og það verður gaman að fylgjast með þróun hennar í framhaldinu.
Skandinavisk oversettelse
Jag skulle vilja börja med att säga att vi i partigruppen Nordisk grön vänster stödjer detta utmärkta förslag från Socialdemokratiska gruppen. Vi känner alla till Svanenmärket och Svanencertifiering, det handlar om ett märke som inte bara används i Norden utan även i andra länder och ett officiellt certifieringssystem som detta hjälper medborgarna att ta riktiga beslut. Turism är något som vi, på olika sätt, bygger vår export på till en stor del, och det har redan nämnts här i ett annat sammanhang att till exempel i mitt eget land, Island, står turistindustrin för 40 procent av exportinkomsterna, men det måste vägas mot att vi har en ömtålig natur och att det finns gränser för vad samhällen tål och som man måste ta hänsyn till i detta sammanhang. Vi har diskuterat detta bl.a. i tillväxt- och utvecklingsutskottet i samband med andra förslag.
Men angående det här förslaget så ställer vi oss helt och hållet bakom det. Det är ett bra förslag och det kommer att bli intressant att se hur fortsättningen blir.