Norræn áætlun um að draga úr umhverfisáhrifum plasts
Information
Publish date
Abstract
Norræna áætlunin um að draga úr umhverfisáhrifum plasts er stefnumótunartæki til að auka þekkingu, leggja drög að aðgerðum og stuðla að samlegðaráhrifum, samstarfsnetum og vitundarvakningu á Norðurlöndum. Áætlunin mun styðja við norrænu löndin í viðleitni þeirra til að fyrirbyggja myndun plastúrgangs, auka endurnotkun og endurvinnslu á plasti, greiða fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis og halda plastúrgangi og plastögnum í umhverfi sjávar í lágmarki. Áætlunin tekur til tímabilsins 2017–2018 og henni verður hrint í framkvæmd innan ramma Norrænu ráðherranefndarinnar.
Publication number
2017:751