Eygló Harðardóttir (Svar på spørgsmål)

Information

Speech type
Svar på fråga
Speech number
254
Date

Ég þakka kærlega fyrir spurninguna. Mér finnst þetta einmitt vera mjög áhugavert svið og miklir möguleikar varðandi samstarf á milli Norðurlandanna. Það eru verkefni í gangi, eins og þingmaðurinn þekkir ágætlega og kom inn á, og skýrslu hefur verið skilað. Ég fór í gegnum það hér í erindi í gær um það hvað við höfum verið að gera og varðandi „höjspesialliserte behandlinger“, eins og hann talaði um, sem eru mjög sérhæfðar meðferðir. Ætlunin er að koma á ákveðnu skiptiprógrammi milli starfsmanna til að skiptast á þekkingu og læra hver af öðrum, þeir sem vinna innan þessa sviðs. Ætlunin er að byrja í fyrsta fasanum með það sem snýr að skurðlækningum fyrir börn. Við höfum verið að ræða hér um áherslur og forgangsröðun í samstarfi Norðurlandanna. Ég verð að segja — og kannski endurspeglar það stöðu mína sem velferðarráðherra á Íslandi; ég fer með félags- og húsnæðismál þar og starfa í velferðarráðuneytinu — að það slær mig svolítið að sjá muninn í skiptingu á fjármunum í samstarfi Norðurlanda og skiptingu á fjármunum í íslensku fjárlögunum. 45% af fjárlögum okkar fara í velferðarmálin og um það bil helmingur af þeim 45% fer í heilbrigðisgeirann og síðan fer hinn helmingurinn til almannatrygginga og húsnæðismála. Hér, í okkar fjárhagsáætlun, setjum við hins vegar 4,2% beint í félags- og heilbrigðismál. Áherslur okkar í Norðurlandasamstarfinu virðast ekki endurspegla þær áherslur sem við höfum og ekki heldur þann árangur sem Norðurlöndin hafa náð á sviði velferðarmála. Við erum afburðagóð í heilbrigðis- og velferðarmálum og ég tel að það eigi að endurspeglast mun meira í áherslum Norðurlandasamstarfsins.

Skandinavisk oversettelse

Jeg takker for spørgsmålet. Jeg ser det netop som et særligt interessant område, der indebærer mange muligheder for et samarbejde mellem de nordiske lande. Der er projekter i gang, som parlamentsmedlemmet kender godt og selv var inde på, samt en rapport, der er blevet fremlagt. Jeg gennemgik i et indlæg i går, hvad vi har gjort, når det gælder de højtspecialiserede behandlinger, som han talte om, og som er meget specialiserede behandlinger. Planen er at oprette et konkret udvekslingsprogram for personale, hvor de, som arbejder inden for samme felt, kan udveksle viden og lære af hinanden. Planen er at begynde med en første fase, der vedrører børnekirurgi. Vi har talt om fokus og prioriteringer i det nordiske samarbejde. Jeg må sige — og dette genspejler måske min stilling som velfærdsminister i Island, hvor mit område er social- og boligområdet i velfærdsministeriet — at jeg finder det påfaldende at se, hvordan midlerne i det nordiske samarbejde fordeles sammenlignet med, hvordan vi fordeler midlerne i det islandske statsbudget. 45 procent af vores statsbudget går til velfærdsområdet, hvoraf cirka halvdelen går til sundhedssektoren, og den anden halvdel til henholdsvis socialsikring og boligområdet. I vores budget her afsætter vi derimod 4,2 procent til social- og sundhedsområdet. Vores prioriteringer i det nordiske samarbejde reflekterer nødvendigvis ikke de nationale prioriteringer og heller ikke de resultater, Norden har skabt på velfærdsområdet. Vi er en foregangsregion på sundheds- og velfærdsområdet, og jeg mener, at det burde afspejles i højere grad i det nordiske samarbejdes prioriteringer.