Eygló Harðardóttir (Svar på spørgsmål)

Information

Speech type
Svar på fråga
Speech number
260
Speaker role
Islands samarbejdsminister
Date

Ég vil þakka kærlega fyrir spurningarnar. Spurningar sem bornar eru fram eru einmitt mjög mikið á mínu áhugasviði. Það er alveg á hreinu að á formennskuári Íslendinga leggjum við mikla áherslu á frjáls félagasamtök og á þátttöku þeirra í norrænu samstarfi. Ég hef líka mjög mikinn áhuga á því, bara almennt á Íslandi, að reyna að styðja betur við frjáls félagasamtök. Ég held að það hafi verið í fyrsta skipti í langan tíma sem þetta var nefnt sérstaklega, í nýja stjórnarsáttmálanum sem tók gildi í vor, þ.e. mikilvægi frjálsra félagasamtaka og þátttöku þeirra og áherslur. Ég nefndi það í máli mínu í gær, þegar við vorum að tala um það sem einkennir þau lönd sem hafa bestu lífskjörin. Í gær var birt könnun úr 142 löndum þar sem verið var að meta lífskjör og hvernig fólk hefði það. Það sem að mínu mati einkenndi þau lönd sem voru í efstu 10 til 15 sætunum var einmitt að vera með sterkan opinberan geira, sterkt atvinnulíf eða einkageira en líka mjög mikla þátttöku þegnanna í frjálsum félagasamtökum. Það á að sjálfsögðu að endurspeglast í norrænu samstarfi og það gerir það í gegnum mikilvægi norrænu félaganna og líka í öllum þeim verkefnum sem við erum að vinna, bæði þeim sem við styrkjum og þeim sem við vinnum með frjálsum félagasamtökum. Það mun ekki breytast á formennskuári Íslands og vonandi getum við gert enn meira.

Skandinavisk oversettelse

Jeg takker for spørgsmålene. De spørgsmål, der bliver stillet, ligger netop inden for mit interesseområde. Det er aldeles klart, at det islandske formandskab vil lægge stor vægt på frivilligsektoren og dens deltagelse i nordisk samarbejde. Jeg er også meget interesseret i at forsøge at støtte frivilligsektoren endnu mere generelt i Island. Jeg mener, at det er første gang i lang tid at frivilligsektorens betydning, medvirken og prioriteringer er blevet nævnt eksplicit i det nye regeringsgrundlag, som trådte i kraft i foråret. Jeg berørte dette emne i går, da vi talte om dét, der kendetegner lande med størst velstand. I går offentliggjordes en meningsmåling, hvor folk i 142 lande blev spurgt om deres livsvilkår og trivsel. Det, der efter min mening kendetegnede de 10 til 15 øverste lande på listen, var, at de havde en stærk offentlig sektor, et dynamisk erhvervsliv eller privat sektor men også et bredt engagement i frivilligsektoren. Dette bør selvfølgelig afspejles i det nordiske samarbejde, og det er tilfældet i Foreningerne Norden, der spiller en vigtig rolle, samt alle de projekter vi er ved at gennemføre – både dem, vi yder støtte til, og dem, vi gennemfører i et samarbejde med frivilligsektoren. Dette vil ikke ændres under Islands formandskab, og forhåbentlig kan vi gøre endnu mere.