Eygló Harðardóttir (Svar på spørgsmål)

Information

Speech type
Svar på fråga
Speech number
268
Speaker role
Islands samarbejdsminister
Date

Ég þakka kærlega fyrir þessa spurningu. Já, það er mikið áhyggjuefni að skorið skuli niður til Norrænu eldfjallamiðstöðvarinnar sem er staðsett á Íslandi. Þetta var hins vegar ákvörðun um að skera niður í fimm ólíkum stofnunum sem eru þá í hverju norrænu landanna. Sú ákvörðun hefur legið fyrir í töluverðan tíma að fara þyrfti í þann niðurskurð. Ég hef þegar lagt fram bókun á fundi samstarfsráðherranna hvað þetta varðar þar sem ég hef lagt áherslu á að þær stofnanir sem verða fyrir þessum niðurskurði hafi möguleika á að leita fjármuna í verkefni sín í þá sjóði sem eru til staðar í norrænu samstarfi, eins og NordForsk eða í þau skiptiprógrömm sem við erum með. Ég held að öll Evrópa eða allur heimurinn hafi verið minntur á að á Íslandi eru nokkur eldfjöll, þegar Eyjafjallajökull gaus. Við höfum einstakar aðstæður á Íslandi til að rannsaka hvernig jörðin okkar varð til, hvernig eldfjöll haga sér og hvernig við getum búið okkur undir jarðskjálfta. Að mínu mati snúa líka gífurlega spennandi tækifæri að rannsóknum á hafsbotninum á norðurslóðum. Þar erum við að tala um rannsóknir á heimsmælikvarða og við höfum þessar aðstæður hvergi annars staðar á Norðurlöndum. Það er því mjög leitt að við skulum hafa þurft að fara í þennan niðurskurð en þarna hef ég bent á ákveðna leið og það er leið sem einnig gæti nýst öðrum stofnunum þar sem skorið hefur verið niður. Þetta gæti líka komið til móts við þær áherslur sem við höfum haft varðandi það að forgangsraða og horfa kannski meira til verkefna í stað stofnana. Þetta er eitt af því sem við munum halda áfram að vinna á formennskuári Íslands.

Skandinavisk oversettelse

Jeg takker for spørgsmålet. Ja, det giver stof til eftertanke, at der bliver skåret ned på bevillingerne til Nordisk Vulkanologisk Center, der er placeret i Island. Men der var tale om en beslutning om at skære ned på bevillinger til fem forskellige institutioner, hver i sit nordiske land. Det har stået klart i et stykke tid, at der var behov for at foretage nedskæringer. Jeg har allerede indført en protokol på samarbejdsministrenes møde om dette emne, hvor jeg har lagt vægt på, at de institutioner, der bliver udsat for nedskæringerne, får mulighed for at søge finansiering af deres projekter i puljer, der forefindes i det nordiske samarbejde, såsom NordForsk, eller via de udvekslingsprogrammer, vi opererer med. Jeg tror, at hele Europa eller hele verden som sådan blev påmindet om det faktum, at der er et par vulkaner i Island, dengang Eyjafjallajökull kom i udbrud. Vi har unikke forudsætninger i Island for at undersøge, hvordan vores klode blev til, hvordan vulkaner opfører sig, og hvordan vi kan forberede os på jordskælv. Efter min mening er der også mange interessante muligheder for at udforske havbunden i de arktiske egne. Her taler vi om forskning i verdensklasse, og vi har ingen lignende forudsætninger andre steder i Norden. Derfor er det meget trist, at vi har været nødt til at foretage disse nedskæringer, men jeg har også peget på en konkret udvej i denne forbindelse. En vej, som også kan gavne andre institutioner, der har været igennem nedskæringer. Det kunne også imødekomme den fokus, vi har haft på at prioritere og måske tænke mere i projekter end institutioner. Det er en af de ting, som det islandske formandskab vil arbejde videre med.