Steingrímur J. Sigfússon (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Huvudinlägg
Speech number
90
Speaker role
Venstresocialistiske Grønne Gruppes talsperson
Date

Fru præsident. Jeg vil denne gang bruge mit modersmål. Dansk og svensk er lidt svært så tidligt om morgenen, når der er lang tid til dagens første øl. Så jeg går over til islandsk.

Forseti. Leiðtogafundurinn í gær, ágætur sem hann var, fjallaði náttúrulega ekki mikið um nánara og aukið samstarf Norðurlandanna. Þetta er ekki gagnrýni af minni hálfu því í staðinn fengum við áhugaverða umræðu sem fyrst og fremst var um flóttamannavandamálið og ráðherrarnir gáfu mikið af svörum þar um. Ég vil þakka sænska forsætisráðherranum, Stefan Löfven, sérstaklega, bæði fyrir það sem Svíar hafa gert, verið gott fordæmi fyrir önnur Norðurlönd og fyrir svör hans í gær. Þau líkuðu mér vel.

Um flóttamannamálið vil ég segja, og það var uppi á fundi forsætisnefndar með forsætisráðherrunum núna í morgun, að ég held að það sé mjög mikilvægt að Norðurlöndin tali saman. Kannski er erfitt að samþætta alveg áherslur þeirra en það er alla vega mikilvægt að þessi erfiða staða leiði ekki til aukinnar spennu og deilna milli norrænu ríkjanna. Það væri barn sem hefði ekki gert sér grein fyrir því, meðal annars hlustandi á umræðurnar í gær, að það er grunnt á slíkri spennu og hún gæti vaxið ef Norðurlöndin byggja ekki á sinni sterku hefð um að tala vel saman.

Um hið norræna samstarf og þróun þess þá neyðist ég til að endurtaka ræður mínar um fjárveitingarnar. Ég og við í vinstri flokkahópnum gerum sterka kröfu um að niðurskurðartímanum ljúki þannig að hægt sé að fara að byggja norræna samstarfið aftur upp á einhverjum sæmilegum efnahagslegum grunni. Verkefnin eru mjög mörg, þau hrópa á okkur og þegar við erum að tala um þau, um loftslagsbreytingarnar, um málefni heimskautasvæðisins, um samstarf innan heilsugeirans, um að kynna og markaðssetja Norðurlöndin meira sameiginlega út á við o.s.frv., þá eru allir ánægðir og spenntir og segja: Þetta er fínt, þetta er glæsilegt, gerum þetta saman. En þegar kemur að því að fjármagna ný verkefni þá segja menn hins vegar: Nei, það er ekki hægt nema skera eitthvað annað niður á móti. Við getum ekki ár eftir ár og endalaust verið í þessari stöðu, svo, Danir, í guðs bænum hættið að heimta þennan niðurskurð og förum að byggja norræna samstarfið upp aftur.

Varðandi umbótavinnuna sem hér hefur verið í gangi þá erum við í sjálfu sér í aðalatriðum ánægð með hvernig henni hefur undið fram. Við hefðum getað hugsað okkur í vinstri flokkahópnum, vinstri græna hópnum, að sjá sjálfstæða utanríkismálanefnd en gott og vel, það er komin niðurstaða í bili, fjórar nefndir. Margt annað sem hefur verið undir er til bóta eins og að taka tillögur til umræðu strax og þær koma fram í stað þess að kæfa þær í nefndum ef þær eru umdeildar.

Að lokum skora ég á Norðurlöndin að leggja sitt af mörkum á loftslagsráðstefnunni í París, einhverri afdrifaríkustu ráðstefnu sem við höfum lengi staðið frammi fyrir. Þar verður að nást einhver handfastur árangur.

Skandinavisk oversættelse

Fru præsident. Jeg vil denne gang bruge mit modersmål. Dansk og svensk er lidt svært så tidligt om morgenen, når der er lang tid til dagens første øl. Så jeg går over til islandsk. 

Præsident. Topmødet i går, så udmærket som det var, handlede naturligvis ikke om et tættere og øget samarbejde mellem de nordiske lande. Dette er ikke kritik fra min side, da vi i stedet fik en interessant debat om primært flygtningekrisen, hvor ministrene gav os mange svar. Jeg vil især takke den svenske statsminister, Stefan Löfven, både for det som Sverige har udrettet, som er et godt forbillede for det øvrige Norden, men også for hans svar i går. Det faldt i min smag.  

Angående flygtningesagen så vil jeg gerne fremføre, og det blev drøftet på præsidiets møde med statsministrene i morges, at jeg finder det meget vigtigt, at de nordiske lande taler sammen. Muligvis kan det være svært at koordinere deres fokuspunkter fuldt ud, men det er i hvert fald vigtigt, at den vanskelige situation ikke skaber endnu større spændinger og uenigheder mellem de nordiske stater. Kun et barn ville overse, blandt andet ved at lytte til debatten i går, at sådanne spændinger lurer under overfladen, og de kan vokse, hvis Norden ikke gør brug af sin stærke tradition for en god dialog. 

Hvad gælder nordisk samarbejde og samarbejdets udvikling, så er jeg nødt til at gentage mine taler om bevillingerne. Jeg og vi i den venstresocialistiske partigruppe stiller et stærkt krav om, at nedskæringstiderne ophører, for at man kan gå i gang med at genopbygge det nordiske samarbejde på et nogenlunde tåleligt økonomisk grundlag. Opgaverne er vældig mange, de råber på os, og når vi taler om dem; om klimaændringerne, om Arktis, om samarbejde inden for sundhedssektoren, om at profilere og markedsføre Norden i fællesskab udadrettet osv., så er alle tilfredse og interesserede og siger: Det er fint, det er imponerende, lad os gøre det sammen. Men når man står overfor at skulle finansiere nye projekter, så siger man derimod: Nej, det kan ikke lade sig gøre uden at skære tilsvarende ned på noget andet. Vi kan ikke befinde os i denne situation år efter år og endeløst, så danskere, for guds skyld hold op med at kræve nedskæringer og lad os gå i gang med at genopbygge det nordiske samarbejde.  

Hvad angår det igangværende reformarbejde, så er vi i store træk tilfredse med hvordan, det skrider frem. I den venstresocialistiske gruppe, venstresocialistiske grønne gruppe, kunne vi have tænkt os at se et selvstændigt udenrigspolitisk udvalg, men lad det være, man har nået frem til en konklusion, fire udvalg. Meget andet, der har været forsømt er der ved at blive rettet op på, for eksempel at forslag bliver diskuteret, så snart de bliver fremlagt, i stedet for at de bliver kvalt i udvalg, hvis de er kontroversielle.  

Til sidst vil jeg opfordre de nordiske lande til at bidrage til klimatopmødet i Paris, et af de mest skæbnesvangre topmøder som vi har stået over for i lang tid. Der bør opnås konkrete resultater.