Silja Dögg Gunnarsdóttir (Indlæg)

Information

Speech type
Inlägg
Speech number
215
Speaker role
Mittengruppens talsperson
Date

Forseti. Kæru vinir. Sú sem hér stendur er nýkomin úr kosningabaráttu á Íslandi. Eins og við mátti búast höfðu kjósendur almennt mikinn áhuga á að vita hvaða stefnu við hefðum í heilbrigðismálum sem og skattamálum. Það sem kom kannski helst á óvart var hversu margir höfðu áhuga á að ræða útlendingamálin. Umræða um þessi mál getur verið eldfim og því mikilvægt að stjórnmálamenn byggi málflutning sinn á staðreyndum. Við stjórnmálamenn þurfum líka að vera óhrædd við að ræða þessi mál og taka afstöðu, leita lausna í sátt við samfélagið sem við búum í.

Norðurlöndin eru fyrirmynd margra annarra ríkja hvað varðar velferð og mannréttindi og þannig viljum við hafa það. Við verðum því að nálgast útlendingamálin af ábyrgð og af sanngirni. Milljónir manna eru á flótta, milljónir manna búa við fátækt og mannréttindi fólks eru víða brotin. Eins og utanríkisráðherrarnir nefndu í greinargerð sinni eiga Íslendingar og önnur norræn lönd auðvitað að leggja sitt af mörkum í alþjóðamálum og sýna ábyrgð.

Á Íslandi höfum við fengið fjölda hælisleitenda frá svokölluðum öruggum löndum síðastliðin ár. Fjöldinn hefur margfaldast og kostnaður vegna málaflokksins vex stöðugt. Starfsmannafjöldi Útlendingastofnunar hefur til dæmis þrefaldast síðastliðin tvö ár. Stefna stjórnvalda er að stytta málsmeðferðartímann líkt og gert hefur verið í Noregi. Íslendingar þurfa að auka framlög til þróunarsamvinnu og taka á móti fleiri kvótaflóttamönnum og þá þarf að tryggja að það fólk sem kemur til okkar fái tækifæri til að aðlagast samfélaginu. Ég átti í stuttu spjalli í gær við þingmann og þá ræddum við þessi mál örlítið; aðlögun er kannski ekki alltaf rétta orðið heldur eigum við kannski frekar að fara að taka upp orðið samþættingu, þ.e. gagnkvæma aðlögun að samfélaginu — ég tek undir það.

Tungumálakennsla er algjört lykilatriði til að fólk nái að samþættast, aðlagast, samfélögum. Stjórnvöld verða að leggja aukna áherslu á að börn og fullorðnir fái góða tungumálakennslu og að þörfum þeirra barna sem koma til okkar sé mætt í skólakerfinu. Vissulega fylgir kostnaður slíkum breytingum en heimurinn er að breytast og við sem stjórnmálamenn þurfum stöðugt að fást við nýjar áskoranir og útlendingamálin eru ein þeirra.

Skandinavisk oversættelse

Præsident. Kære venner. Her på podiet står en som er lige kommet fra en valgkamp i Island. Ikke overraskende var vælgerne generelt meget interesseret i at høre om vores politik på sundhedsområdet og på skatteområdet. Det mest overraskende var måske hvor mange der var interesseret i at diskutere udlændingepolitik. Den offentlige debat om dette emne kan blive brandfarlig, og derfor er det vigtigt at politikere underbygger deres ord med fakta. Vi politikere må heller ikke undvige at diskutere og forholde os til dette emne, men søge løsninger i harmoni med det samfund vi lever i. Norden er en model for mange andre lande når det gælder velfærd og menneskerettigheder, og det ønsker vi at fortsætte med. Derfor må vi forholde os til udlændingepolitikken på en ansvarlig og rimelig måde. Millioner af mennesker er på flugt, millioner af mennesker lever i fattigdom, og mange steder bliver menneskerettighederne trådt under fode. Som udenrigsministrene var inde på i deres redegørelse, så skal Island og de øvrige nordiske lande bidrage på den internationale arena og tage ansvar. I Island har vi modtaget mange asylsøgere fra såkaldte sikre lande i de senere år. Antallet er mangedoblet og udgifterne forbundet med dette stiger hele tiden. Antallet ansatte i Udlændingestyrelsen er for eksempel tredoblet i løbet af de sidste to år. Regeringens politik går ud på at forkorte sagsbehandlingstiden ligesom man har gjort i Norge. Islændinge bør øge deres bidrag til udviklingssamarbejde og modtage flere kvoteflygtninge, og derudover bør man sikre at de mennesker som kommer til vores lande får mulighed for at integrere sig i samfundet. Jeg havde en kort samtale med en parlamentariker i går hvor vi talte lidt om disse emner; tilpasning er måske ikke altid det korrekte ord, måske skulle vi tale om integration, dvs. gensidig tilpasning i samfundet — det kan jeg tilslutte mig. Sprogundervisning er selvfølgelig en grundlæggende forudsætning for at folk kan integrere sig og tilpasse sig i samfundet. Regeringerne bør lægge øget vægt på at børn og voksne får god sprogundervisning, samt at nyankomne børns behov bliver tilgodeset i uddannelsessystemet. Sådanne ændringer medfører selvfølgelig udgifter, men verden er under forandring, og vi som politikere må hele tiden forholde os til nye udfordringer, hvor udlændingepolitik er en af dem.