169. Guðlaugur Þór Þórðarson (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
169
Speaker role
Islands udenrigsminister
Date

Forseti. Ég þakka ykkur fyrir góðar spurningar. Ég ætla ekki að endurtaka það sem félagar mínir hér fóru yfir, ég er bara sammála þeim í öllum meginatriðum. Ég vild þó segja það, til að allir séu meðvitaðir um það, og það gerist í raun sjálfkrafa um leið og þú verður utanríkisráðherra fyrir Norðurland færðu sjálfkrafa að starfa mikið með félögum þínum sem eru í sömu stöðu. Hér var t.d. nefnd baráttan fyrir mannréttindum og nefnd nokkur nöfn á löndum sem við höfum áhyggjur af. Ég held að við höfum öll unnið saman með einhverjum hætti að því að reyna að hafa áhrif þar á. Hér var Saudi-Arabía nefnd, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu út af morðinu á ræðismannaskrifstofunni, en við Íslendingar höfum lagt mikla áherslu á að benda á að þeir ættu, sem aðilar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, að vera öðrum til fyrirmyndar en ekki að ganga fram eins og þeir gera núna og hafa gert lengi, þegar kemur að mannréttindamálum. Þar er algjör samstaða eins og í öllum þessum málum á milli Norðurlandanna. Það sem stendur okkur nær núna er það sem Anders Samuelsen fór hér yfir áðan og skilaboð okkar til Dana eru mjög skýr: Við styðjum ykkur í einu og öllu þegar kemur að því að taka á þessum málum. Ég veit að það kemur ykkur ekki á óvart.

Mér fannst líka mjög gott þegar Willie fór yfir öryggis- og varnarmál og utanríkismál almennt. Mér finnst engin ástæða til þess fyrir okkur að finna upp hjólið. Það er alltaf verið að vísa í eina skýrslu, sem er Stoltenberg-skýrslan, vegna þess að það gekk mjög vel. Fenginn var mjög hæfur einstaklingur til að leggja mat á það hvernig við getum unnið vel saman, Norðurlöndin, í þessum mikilvæga málaflokki og við höfum verið að ræða það núna í aðdraganda formennsku Íslands að við ættum að fara yfir skýrsluna, hvernig staðan á henni væri, það sem hefði gengið vel og það sem má ganga betur og við þurfum að leggja meiri áherslu á. En ég held að við eigum að nota þetta sama fyrirkomulag við aðra málaflokka því að við getum unnið svo vel saman á mörgum sviðum, Norðurlöndin, bæði til að viðhalda þeim gildum sem við stöndum öll saman um en á sama hátt er það þannig að í heiminum sem er að breytast mjög hratt — við sjáum gríðarlega stór efnahagsveldi hér langt frá okkur sem við höfum áhuga á að hafa jákvæð áhrif á á sama hátt og við viljum eiga góð samskipti við þau og séum í viðskiptum við þau og annað slíkt. Þarna er t.d. tækifæri fyrir okkur, Norðurlöndin, til að vinna saman og ég held að best sé að gera það með þeim hætti sem gefist hefur vel og þá er ég að vísa til þess að fá aðila til að búa til skýrslu eins og Stoltenberg gerði.

Hér var síðan minnst á Bretland og ég held að það hafi verið mjög góð hugmynd að fá Theresu May til að ávarpa Norðurlandaráðsþingið. Bretland er ekki að fara neitt. Það er ekki þannig að Bretlandseyjar verði fluttar til Asíu. Þeir verða þarna áfram og það er afskaplega mikilvægt að við eigum áfram gott og náið samstarf við Bretland. Ég held að öll Norðurlöndin eigi það sameiginlegt að eiga mjög mikil samskipti við þau. Nálgun okkar Íslendinga hefur verið sú að hugsa þetta í lausnum. Það er enginn sem hagnast á því að viðskiptahindranir verði í Evrópu í nánustu framtíð. Eina spurningin yrði þá sú hver myndi tapa mestu, það myndi enginn vinna. Ég held að það sé oft styrkur að Norðurlöndin eru ekki öll í NATO, ekki öll í ESB, sum eru í EFTA. Það er mismunandi fyrirkomulag á samstarfi Evrópuríkja en ég held að þarna getum við látið gott af okkur leiða til þess að leita lausna því að við þurfum að hugsa til langrar framtíðar og það segir sig sjálft að það er hagur okkar allra að eiga góð samskipti við okkar nánustu bandamenn og nánustu nágranna, hvort sem það eru Bretar eða aðrir. Mér hefur fundist, í umræðum um Brexit, að menn hafi kannski svolítið mikið verið að reyna að búa til vandamál í staðinn fyrir að hugsa í lausnum. Stóra málið er í raun ekki einstakar stofnanir innan Evrópu, þetta snýst um lífskjör einstaklinganna og þau grunngildi sem við stöndum fyrir. Ef menn eru með það að leiðarljósi þá getum við auðveldlega fundið góðar lausnir.

Skandinavisk oversættelse:

Ärade president. Jag tackar för bra frågor. Jag tänker inte upprepa det som mina kollegor redan har sagt, eftersom jag i huvudsak har samma syn på detta. Jag skulle ändå vilja säga, så att alla har det klart för sig, och det händer faktiskt automatiskt när man blir utrikesminister i ett nordiskt land att man automatiskt får jobba mycket med kolleger som innehar den här posten. Man har här t.ex. hänvisat till kampen för de mänskliga rättigheterna och pekat ut några länder som vi oroar oss för. Jag tror att vi alla har samarbetat på ett eller annat sätt för att försöka påverka dessa länder. Man nämnde Saudiarabien, som har fått stor uppmärksamhet till följd av mordet på konsulatet, och vi har från Islands sida betonat vikten av att påpeka att som medlemsland i FN:s råd för mänskliga rättigheter borde de vara en förebild för andra i stället för att bete sig som de gör nu och som de länge har gjort vad beträffar mänskliga rättigheter. I Norden råder det full enighet om detta som om alla liknande frågor. Det som rör oss närmare just nu är det som Anders Samuelsen precis har pratat om, och vårt besked till Danmark är otvetydigt: ni har vårt fulla stöd när det gäller behandlingen av dessa frågor. Jag vet att det inte är någon överraskning för er.

Jag tyckte också mycket om Willes inlägg om säkerhets- och försvarspolitik och utrikespolitik i allmänhet. Jag anser inte att det finns någon orsak för oss att uppfinna hjulet. Det hänvisas mycket till en bestämd rapport, det vill säga Stoltenbergrapporten, eftersom det var ett mycket vällyckat projekt. I det fallet fick en ytterst kompetent person uppgiften att utreda hur vi i Norden kan samarbeta på ett bra sätt med dessa frågor, och vi har inför Islands ordförandeperiod pratat om att vi nu borde ta en titt på rapporten och diskutera vad som har varit lyckat samt vad som kunde vara bättre och vi borde lägga större vikt vid. Men jag tror att vi borde använda samma metod när det gäller andra frågor också, för vi kan arbeta tillsammans på ett mycket bra sätt på många områden här i Norden, både för att upprätthålla de värderingar som vi alla står för, men samtidigt är det så att i en värld som förändras mycket fort — det finns ekonomiska giganter i andra delar av världen som vi är intresserade av att påverka positivt på samma sätt som vi vill ha ett bra förhållande med dessa länder, handla med dem och så vidare. Detta är ett exempel på områden där vi i Norden har möjligheter att samarbeta, och jag tror att det bästa vore att göra det på det sätt som har fungerat bra hittills, och då syftar jag på att man beställer en rapport som den som Stoltenberg utarbetade.

Man pratade också om Storbritannien och jag tror att det var en mycket bra idé att bjuda in Theresa May för att hålla ett tal under Nordiska rådets session. Storbritannien är inte på väg bort. Det är inte så att Brittiska öarna håller på att flyttas till Asien. De kommer att sitta kvar på samma plats och det är utomordentligt viktigt att vi fortsätter att samarbeta med Storbritannien på ett bra och nära sätt. Jag tror att det är gemensamt för alla de nordiska länderna att de har mycket starka relationer med Storbritannien. Island har närmat sig problematiken genom att försöka hitta lösningar. Ingen tjänar någonting som helst på att handelshinder upprättas i Europa under kommande år. Det enda som är osäkert är vem som skulle förlora mest; ingen skulle vinna på det. Jag tror att det ofta är en fördel att inte alla de nordiska länderna är med i Nato eller EU och att bara en del är med i Efta. I Europa samarbetar man på många olika sätt och jag tror att vi där har möjligheten att bidra till att hitta lösningar, för vi måste tänka långsiktigt, och det är en självklarhet att vi alla tjänar på att ha bra relationer med våra närmaste grannar och allierade, om det så gäller Storbritannien eller andra länder. Jag har haft den känslan, i samband med debatten om Brexit, att man i viss mån har försökt ställa till med problem i stället för att hitta lösningar. Den viktigaste frågan gäller faktiskt inte specifika europeiska organisationer, utan det handlar om enskilda personers livsvillkor och de värdegrunder som vi står för. Om vi använder detta som rättesnöre kan vi utan vidare hitta bra lösningar.