114. Bryndís Haraldsdóttir (Inlägg)

Information

Speech type
Inlägg
Speech number
114
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Kæru félagar. Það er svo sannarlega mikið um að vera í utanríkismálum og það er hægt að taka á mörgu. Ég ætla þó að nota þessar mínútur hér til að ræða fyrst og fremst um málefni norðurslóða því að norðurslóðir tengja okkur Norðurlöndin jú vissulega sterkum böndum. Þetta er svæðið okkar, þar sem við búum og þar sem við viljum búa um langa framtíð. Staðan er auðvitað alvarleg á þessu svæði og eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur Norðurslóðaráðið verið í frosti. 


Mig langar að óska Norðmönnum til hamingju með að vera komnir í formennsku í Norðurslóðaráðinu og óska þeim góðs gengis á þessum erfiðu tímum. Ég held að það sé mikilvægt að vísindamenn geti skipst á upplýsingum og gögnum um það sem er að gerast á norðurslóðum þar sem hlýnar fjórum sinnum hraðar en annars staðar í heiminum, þar sem ísinn er að bráðna sem aldrei fyrr. Og hvaða áhrif hefur þetta á okkur sem búum á þessum svæðum og höfum mikilla hagsmuna að gæta?


Lisa Murkowski, bandarískur öldungadeildarþingmaður, sagði um daginn að það væru tveir fílar í herberginu þegar verið væri að ræða norðurslóðir. Það væri annars vegar fjarvera Rússa og hins vegar viðvera Kínverja. Norðurslóðamálin eru því hápólítísk mál og mér finnst ástæða til þess að við í Norðurlandaráði sameinumst um mikilvægi þeirra. Munum að það eru allmargar skýrslur; það er  Enestam-skýrslan, það er Bjarnason-skýrslan og Stoltenberg-skýrslan sem hafa talað fyrir því að Norðurlöndin ættu að tala einni röddu í norðurslóðamálum. 

Skandinavisk oversettelse

Kære medlemmer. Der sker sandelig meget på den udenrigspolitiske scene, og der er meget, der kunne nævnes. Jeg vil dog bruge disse minutter til primært at tale om arktiske anliggender, da Arktis på mange måder knytter de nordiske lande sammen. Det er vores region, hvor vi bor, og hvor vi ønsker at bo i lang tid fremover. Situationen i regionen er selvfølgelig alvorlig, og efter Ruslands invasion af Ukraine er Arktisk Råd frosset ned. 


Jeg vil gerne ønske Norge til lykke med formandskabet i Arktisk Råd og ønsker dem held og lykke i denne svære tid. Jeg mener, det er vigtigt, at videnskabsfolk kan udveksle informationer og data om det, der foregår i Arktis, hvor opvarmningen sker fire gange hurtigere end andre steder i verden, og hvor isen smelter som aldrig før. Og hvordan påvirker dette os, der bor i disse områder og har mange interesser der?


Den amerikanske senator Lisa Murkowski sagde forleden, at der er to elefanter i rummet, når man diskuterer Arktis. Den ene er Ruslands fravær og den anden er Kinas tilstedeværelse. Arktiske anliggender er derfor storpolitiske, og jeg synes, der er grund til, at vi i Nordisk Råd står sammen om deres betydning. Lad os huske, at der er ganske mange rapporter, Enestam-rapporten, Bjarnason-rapporten og Stoltenberg-rapporten, der anbefaler, at Norden taler med én stemme, når det gælder Arktis.