115. Orri Páll Jóhannsson (Inlägg)

Information

Speech type
Inlägg
Speech number
115
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Herra forseti. Við á Norðurlöndum erum um margt öfundsverð af okkar friðsömu samfélögum. Norrænt samtal og samstarf er mikilvægt einstaka Norðurlöndum, okkur öllum saman og það skiptir máli út á við líka. Það er horft til Norðurlandanna sem heildar. Við eigum vissulega okkar sögu af stríðum en ég er ekki í nokkrum vafa um að sá aldagamli grunnur sem við byggjum okkar samvinnu á skiptir sköpum í því að við höfum náð að viðhalda friði síðastliðin 200 ár eða svo. En það eiga ekki öll lönd í heiminum slíku láni að fagna og hér höfum við farið í mörgum ræðum og andsvörum við ráðherra yfir þá hræðilegu stöðu sem uppi er í heiminum, ekki síst fyrir botni Miðjarðahafs.

Vegna þess að horft er til Norðurlandanna sem friðsamrar heildar þá er ábyrgð okkar mikil, ekki bara að viðhalda friðinum heldur að geta verið boðberar hans áfram. Framkvæmdastjóri NATO sagði hér í gær að hann vonaðist til þess að Norðurlöndin myndu ekki mynda blokk þegar þau eru öll orðin aðilar að NATO. Þar er ég ósammála framkvæmdastjóranum. Ég tel einmitt að við, norrænir kollegar og vinir, ættum að vera leiðandi í friðsamlegum lausnum innan NATO. Þar höfum við sterka sögu að segja, þar getum við haft áhrif. Það er til okkar horft.

Skandinavisk oversettelse

Hr. præsident. Vi i Norden er på mange måder misundelsesværdige på grund af vores fredelige samfund. Nordisk dialog og samarbejde er vigtigt for hvert enkelt nordiske land, for os alle sammen, og det betyder også noget i forhold til omverdenen. Man ser på Norden som en helhed. Vi har så sandelig vores egen historie med krige, men jeg er ikke i tvivl om, at det århundreder gamle fundament, som vi bygger vores samarbejde på, har været afgørende for, at det er lykkedes os at bevare freden i cirka 200 år. Men ikke alle lande i verden er lige så heldige, og her har vi i mange indlæg og replikker til ministrene gennemgået den frygtelige situation, der er opstået i verden, ikke mindst i Mellemøsten.

Ser man på Norden som en fredelig helhed, så har vi et stort ansvar, ikke blot for at bevare freden, men også for fortsat at kunne være fredens budbringere. NATOs generalsekretær sagde i går, at han håbede på, at de nordiske lande ikke ville danne en blok, når de alle sammen var blevet medlemmer af NATO. Der er jeg uenig med generalsekretæren. Jeg mener netop, at vi, nordiske kolleger og venner, skal gå forrest med fredelige løsninger inden for NATO. I den sammenhæng kan vores budskab stå stærkt, så vi kan være med at påvirke. Der bliver lagt mærke til os.