135. Orri Páll Jóhannsson (Inlägg)

Information

Speech type
Inlägg
Speech number
135
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Herra forseti. Við förum ekki varhluta af því í umræðum hér í þingsalnum hvað ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs liggur þungt á okkur. Þá hefur það sætt furðu að allar friðsömu Norðurlandaþjóðirnar hafi ekki, utan Norðmanna, greitt atkvæði með tillögu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum sem afgreidd var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sl. föstudag. Öll virðumst við þó vera sammála um mikilvægi þess að koma á vopnahléi tafarlaust, að gíslum verði sleppt og lífsnauðsynleg neyðarhjálp komist inn á Gaza strax. Það bendir allt til þess að við verðum vitlausu megin við söguna í þessu máli.

Það skýtur skökku við að Finnar versli með vopn og varnir við Ísraela. Kaupin drífa jú efnahaginn sem kostar svo áframhaldandi stríð fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég velti því fyrir mér hvort fyrirhuguð vopnakaup Finna af Ísraelum hafi að einhverju leyti ráðið ákvörðun þeirra að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna sl. föstudag. Ef ekki þá þætti mér forvitnilegt að vita hvort það kæmi til greina af hálfu varnarmálaráðherra Finnlands að stöðva vopnakaup frá Ísrael í ljósi stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þetta getur ekki farið saman að mínu viti; annars vegar að krefjast þess að á verði komið tafarlausu vopnahléi og hins vegar að kaupa vopn og varnir sem drífa efnahag ríkisins sem stendur í sama stríði.

Skandinavisk oversettelse

Hr. præsident. Vi undgår ikke i debatten her i tingsalen at forholde os til, hvor meget situationen i Mellemøsten tynger os. Det var også overraskende, at alle de fredelige nordiske lande, bortset fra Norge, valgte ikke at stemme for forslaget om øjeblikkelig humanitær våbenhvile, som blev behandlet på FN's generalforsamling i fredags. Det ser dog ud til, at vi alle sammen er enige om, hvor vigtigt det er med en øjeblikkelig våbenhvile, en frigivelse af gidsler, og at livsnødvendig nødhjælp når frem til Gaza øjeblikkeligt. Alt dette tyder på, at vi risikerer at havne på den forkerte side af historien i denne sag.

Det virker malplaceret, at Finland køber våbensystemer af Israel. Indkøbene driver jo økonomien, som finansierer en fortsat krig i Mellemøsten. Jeg spørger mig selv, om Finlands planlagte køb af våben fra Israel på nogen måde har påvirket deres beslutning om at undlade at stemme i fredags. Hvis det ikke er tilfældet, så vil jeg gerne vide, om Finlands forsvarsminister så det som en mulighed at indstille våbenkøb fra Israel i lyset af situationen i Mellemøsten.

Det er uforeneligt efter min mening på den ene side at kræve en øjeblikkelig våbenhvile og på den anden side at købe våbensystemer, som driver økonomien i det land, der fører denne krig.