145. Orri Páll Jóhannsson (Inlägg)

Information

Speech type
Inlägg
Speech number
145
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Herra forseti. Þetta er ágæt þingmannatillaga frá jafnaðarmönnum um janfréttismiðaða loftslagstefnu og gott að halda því til haga að pólitískar ákvarðanir á sviði loftslagsmála hafa ólík áhrif á fólk og samfélög. Reynslan og rannsóknir sýna að hamfarir af völdum loftslagsbreytinga hafa skaðlegust áhrif á aldraða, fátækt fólk og börn. Sé það sett í samhengi við kyn eru konur í meiri hluta eldra fólks, fleiri konur glíma við fátækt en karlar auk þess sem konur bera mesta ábyrgð á umönnun barna. Neyslu- og ferðavenjur kynjanna eru einnig ólíkar og því er vert að taka mið af þessum kynbundna mun í markmiðasetningu og árangursmælikvörðum. Með því að líta til kynja- og jafnréttissjónarmiða í aðgerðaáætlun erum við líklegri til þess að ná árangri.

Tvennt vil ég einnig draga fram sem þarf að taka tillit við gerð jafnréttismats loftslagsáætlana: Fyrir það fyrsta þarf að taka mið af umönnunarhagkerfinu eða allri þeirri ólaunuðu vinnu sem tengist umönnunar- og fjölskylduábyrgð og hvernig það hefur mismunandi áhrif á reynsluheim og venjur kynjanna.

Hið síðara er að gæta að því að tæknilausnir og nýsköpun, sem hefur sem markmið að spyrna gegn loftslagsbreytingum, taki mið af þörfum ólíkra hópa fólks. Þá væri jafnvel hægt að ganga lengra í þessari þingmannatillögu og taka aðra þætti með í gagnasöfnun við gerð aðgerðaáætlana í loftslagsmálum,  svo sem margþætta mismunun, búsetu, fötlun, kynhneigð og fleira.

Í lokin langar mig að undirstrika að réttlátum umskiptum verður ekki náð nema við söfnum og kynjagreinum gögn og byggjum aðgerðir okkar og stefnumótun á þeim. Því skýrari sem myndin verður því betri pólitískar ákvarðanir tökum við í þágu fólks og umhverfis.

Skandinavisk oversettelse

Hr. præsident. Der er tale om et godt medlemsforslag fra socialdemokraterne om en ligestillet klimapolitik, og det er værd at huske, at politiske beslutninger på klimaområdet påvirker mennesker og samfund forskelligt. Erfaringer og forskning viser, at katastrofer på grund af klimaændringer rammer gamle, fattige og børn hårdest. Sat i relation til køn så er kvinder den største gruppe blandt ældre, flere kvinder end mænd kæmper med fattigdom, og kvinder bærer det største ansvar for omsorg for børnene. Kønnenes forbrugs- og rejsevaner er også forskellige, og derfor er der grund til at tage højde for denne kønsrelaterede forskel, når man sætter sig mål og resultatparametre. Hvis vi tager højde for køn- og ligestillingsaspekter ved udarbejdelse af handlingsplaner, er der større chance for at opnå resultater.

Jeg vil gerne nævne to ting, man må tage højde for, når klimaplaner kønsevalueres. For det første må man tage højde for det omsorgsøkonomiske aspekt, dvs. det ulønnede arbejde, der udføres i forbindelse med ansvaret for omsorg og familie, og hvordan dette påvirker kønnenes erfaringer og vaner forskelligt.

For det andet at sørge for, at tekniske løsninger og innovation, som har til formål at modarbejde klimaændringer, tager højde for forskellige gruppers behov. Man kunne endda gå endnu længere i dette medlemsforslag og tage andre faktorer med i dataindsamlingen ved udarbejdelsen af handlingsplaner på klimaområdet, såsom multipel diskrimination, bosættelse, funktionsnedsættelse, seksuel orientering m.m.

Til sidst vil jeg gerne understrege, at vi ikke opnår retfærdig omstilling, hvis vi ikke indsamler og kønsanalyserer data og tager udgangspunkt i dem i vores handlinger og strategier. Jo tydeligere billedet er, desto bedre vil de politiske beslutninger, vi træffer, blive til gavn for mennesker og miljø.