152. Orri Páll Jóhannsson (Inlägg)

Information

Speech type
Inlägg
Speech number
152
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Frú forseti. Hér er á ferð áhugaverð tillaga sem verður gagnlegt að ræða áfram hér á vettvangi Norðurlandaráðs. Ég geld þó varhuga við orðalagi í greinargerð með tillögunni en þar segir:

 ,,Um leið þurfum við að tryggja að slík samræming leiði ekki alltaf til þess að ströngustu kröfurnar verði notaðar sem grundvöllur, þar sem slíkt leiðir til aukins kostnaðar og þá myndi norrænt samstarf leiða til verra samkeppnishæfis Norðurlanda.“

Það er einhver ástæða fyrir því að við setjum okkur strangar kröfur. Það kann að vera til þess að tryggja algilda hönnun, hönnun sem tryggir aðgengi allra að sama húsnæðinu. Það kann að vera af umhverfissjónarmiðum, þ.e. hvernig við öflum nýs byggingarefnis eða vinnum áfram með eldra byggingarefni sem til staðar er. Strangar og vel grundvallaðar kröfur eru oft á tíðum nauðsynlegar til þess að ná markmiðum, til að mynda loftslagsmarkmiðum eða markmiðum um samfélag fyrir öll. Eitt stærsta markmiðið okkar á að vera að ná niður kolefnissporinu sem fylgir byggingariðnaðinum. Það getur haft í för með sér aukinn kostnað á einhverjum sviðum þó að það kunni að spara á öðrum og aldrei má gefa afslátt af algildri hönnun. Það getur verið norræn nytsemi í þessari tillögu, það ætla ég ekki að efast um,  en við megum ekki missa sjónar á því að horfa verður á mismunandi markmið sem við viljum ná fram, ekki bara á aukinn hraða.

Skandinavisk oversettelse

Fru præsident. Her er der tale om et interessant forslag, som det bliver nyttigt at diskutere videre her i Nordisk Råd. Jeg har dog et forbehold til formuleringen i forslaget, hvor der står:

 ”Samtidig må vi sikre at en slik harmonisering ikke fører til at strengeste krav alltid blir lagt til grunn, det vil i tilfelle skru opp kostnader, og slik sett vil det nordiske samarbeid føre til en forværring av den nordiske konkurransekraft.”

Der er en grund til, at vi stiller strenge krav. Det kan være for at sikre design for alle, design, der sikrer alles adgang til de samme bygninger. Det kan være af hensyn til miljøet, dvs. hvordan vi skaffer nye byggematerialer eller arbejder videre med ældre forhåndenværende byggematerialer. Strenge og velbegrundede krav er ofte nødvendige for at opnå bestemte mål, for eksempel klimamål eller målet om et integreret samfund for alle. Et af vores største mål skal være, at vi reducerer det CO2-aftryk, som byggeindustrien afsætter. Det kan medføre øgede omkostninger på nogle områder, selv om det indebærer besparelser på andre, og vi må aldrig give køb på design for alle. Det er også muligt, at dette forslag indebærer nordisk nytte, det tvivler jeg ikke på, men det, vi ikke må ikke miste af syne, det er, at der er flere forskellige mål, vi gerne vil opnå, ikke blot at øge hastigheden.