162. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
162
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Kærar þakkir fyrir spurninguna. Það kom út skýrsla núna í sumar um hvar við stöndum hvað varðar það að ná markmiðum okkar, sem ég nefndi aðeins í upphafsræðu minni. Þar kemur fram að við erum að gera margt gott, sérstaklega þegar kemur að þeim þáttum sem snúa að félagslegri sjálfbærni og samkeppnishæfni, en að við verðum að gefa í þegar kemur að grænu málunum, ekki síst þegar kemur að því að draga úr útlosun gróðurhúsalofttegunda. Það er verkefni sem heldur áfram.

Ég held að Norðurlandaráð og norræna ráðherranefndin hafi mikilvægu hlutverki að gegna til að skiptast á upplýsingum til þess að aðstoða hvert annað við góðar hugmyndir og góð prógrömm og áætlanir. Til dæmis get ég nefnt það að í minni tíð sem umhverfisráðherra horfðum við heilmikið til Noregs og fleiri ríkja til þess að taka upp ákveðna hluti sem þar voru vel gerðir til þess að flýta því sem við vorum að vinna að heima. Þetta samstarf er því mikilvægt. Árið 2019 skrifuðu forsætisráðherrarnir okkar upp á það að vinna saman að því að við yrðum kolefnishlutlaus ríki, hvert með sínum hætti, hvert á sínum hraða og það allt saman. Þetta er allt saman mjög mikilvægt.

Aðeins að þessu með samspil hinna hefðbundnu verkefna sem við í sameiningu vinnum að, eins og menningarlega og þegar kemur að menntun. Ég held að þau séu lykilatriði í því að við náum fram þeim markmiðum sem eru í græna geiranum en ekki síður þegar kemur að samþættingu vegna þess að þau eru lykillinn og grunnurinn að því að við tölum saman og séum vinir, sem er nú ekki slæmt í nútímaheimi þar sem ófriður er ríkjandi á allt of mörgum svæðum. Við eigum að styðja enn frekar við það því að það er grunnurinn að því að vinna saman.

Skandinavisk oversettelse

Mange tak for spørgsmålet. Der udkom en rapport i sommer om, hvor vi langt vi er nået med at opnå vores mål, som jeg var lidt inde på i min indledning. Den viser, at vi er i gang med mange nyttige ting, især når det gælder faktorer, der vedrører social bæredygtighed og konkurrenceevne, men vi må sætte farten op på de grønne områder, ikke mindst når det gælder reduktion af udslip af drivhusgasser. Det er et projekt, som fortsætter.

Jeg mener, at Nordisk Råd og Nordisk Ministerråd spiller en vigtig rolle i forhold til at udveksle informationer for at kunne bistå hinanden med gode idéer og gode programmer og planer. Som et eksempel kan jeg nævne, at i min tid som miljøminister skævede vi en del til Norge og flere lande med henblik på at implementere bestemte ting, de var lykkedes med, for at sætte tempoet op i vores arbejde derhjemme. Derfor er dette samarbejde vigtigt. I 2019 vedtog vores statsministre at samarbejde om, at vores lande blev CO2-neutrale, hvert land på sin måde, hvert land i sit eget tempo og så videre. Alt dette er meget vigtigt.

Lidt om samspillet mellem de traditionelle opgaver, vi samarbejder om, f.eks. på kulturområdet, og når det gælder uddannelse. Jeg mener, at de er nøglen til, at vi når vores mål på de grønne områder, ikke mindst når det gælder integrering, fordi de er nøglen og grundlaget for, at vi kan tale sammen og være venner, hvilket ikke er så ringe i den moderne verden, hvor krig raser alt for mange steder. Vi skal støtte dette yderligere, fordi det er grundlaget for at kunne arbejde sammen.