164. Bryndís Haraldsdóttir (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
164
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Kærar þakkir fyrir ræðuna og innlegg ykkar samstarfsráðherranna hér í dag. Ræða formanns grænlensku landsstjórnarinnar í gær, Múte B. Egede, var, hugsa ég fyrir okkur mörg hérna, átakanleg þegar hann lýsti því fyrir okkur að hann upplifði sig ekki með eða sem fullan þátttakanda í Norðurlandaráði. Við höfum heyrt það frá fulltrúum Grænlendinga að það sé umræða á grænlenska þinginu um það hvort þau fái hreinlega eitthvað út úr því að vera í Norðurlandaráði. Ég gat ekki skilið Mette Frederiksen betur en svo í gær en að hún vildi tala fyrir því að Grænlendingar og Færeyingar fengju aukna aðild að Norðurlandaráði. Nú erum við að vinna að endurskoðun Helsingfors-samningsins og munum mögulega leggja fyrir breytingar fyrir næsta þing okkar á Íslandi. Mig langar að vita hver afstaða Danmerkur er og dönsku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að þessum efnum, þ.e. aukinni aðild Færeyja og Grænlendinga að Norðurlandaráði.

Skandinavisk oversettelse

Mange tak for talen og for samarbejdsministrenes indlæg her i dag. Jeg tror, mange af os oplevede Grønlands landsstyreformand, Múte B. Egedes, tale meget gribende, når han beskrev for os, hvordan han ikke oplever sig som en af os eller som en fuldgyldig deltager i Nordisk Råd. Vi har hørt fra de grønlandske medlemmer, at der diskuteres i Inatsisartut, det grønlandske parlament, hvad de egentlig får ud af at deltage i Nordisk Råd. Jeg forstod Mette Frederiksen således, at hun ville tale for, at Grønland og Færøerne fik et udvidet medlemskab af Nordisk Råd. Nu arbejder vi med en opdatering af Helsingforsaftalen, og vi vil muligvis fremlægge vores ændringsforslag på vores næste session i Island. Jeg kunne godt tænke mig at vide, hvordan Danmark og den danske regering forholder sig til dette, dvs. udvidet medlemskab af Nordisk Råd for Færøerne og Grønland.