176. Sigurður Ingi Jóhannsson (Svar på fråga)

Information

Typ
Svar på fråga
Tal nummer
176
Speaker role
Minister
Datum

Takk Eva. Þetta var mjög góð spurning. Hún er mjög áhugaverð í ljósi umræðunnar sem verið hefur hér á milli okkar þingmannanna og samstarfsráðherranna. Við settum fram mjög metnaðarfulla áætlun, framtíðarsýn til 2030, um samstarf Norðurlandanna og það gæti einmitt endað í þessum spurningum sem þú barst fram, að við gætum smátt og smátt sett okkur sameiginleg markmið og hver veit hvort þau verða síðan bindandi á einhverjum tímapunkti. Ég ætla ekki að tjá mig um það hér og nú. En hugmyndafræðin á bak við það að lyfta loftslagsmálunum svona hátt þá þegar árið 2019, fyrir tveimur árum, var mjög metnaðarfull og við höfum verið að rekast á það hér í þessu samtali Norðurlandanna að á meðan við erum með sömu upphæðir til skiptanna þurfum við að forgangsraða í þágu þessara mikilvægu mála sem þú ert að benda á að eru stærsta áskorun samtímans, og við erum öll að vinna að. En þá verður eitthvað annað undan að láta, og það hefur verið svolítill núningur um þetta samtal. Ég er hins vegar sammála þér um að við getum öll gert betur og þurfum að gera betur. Þess vegna settum við fram þessa áætlun um framtíðarsýn samstarfsráðherranna fyrir tveimur til þremur árum. Ég held að hún hafi verið metnaðarfull og full af góðum möguleikum á að umræddum árangri yrði náð. En til þess þurfum við að vinna saman og til þess þurfum við að fá fyrirtækin og atvinnulífið í öllum löndunum til að vinna saman og til þess þurfum við að fá almenning til samstarfs. Hluti af verkefninu í framtíðarsýninni hefur einmitt verið allt þetta. Ég vonast því til að við náum þessu og gætum þar af leiðandi svarað spurningum þínum játandi  þó að ég geti ekki gert það í dag, fyrir hönd allra ríkisstjórna á Norðurlöndum.

 

Skandinavisk översättning

Tak Eva. Dette var et meget godt spørgsmål. Det er meget interessant i lyset af den debat, der har fundet sted her mellem os parlamentarikere og samarbejdsministre. Vi fremlagde en meget ambitiøs plan, en vision for 2030, for de nordiske landes samarbejde, og det kunne netop lede til de spørgsmål, du rejste, om at vi gradvist kunne sætte os fælles mål, og hvem ved, om de bliver bindende på et tidspunkt. Det vil jeg ikke udtale mig om her og nu. Men ideologien bag det, at løfte klimaet så højt, allerede i 2019, for to år siden, var meget ambitiøs, og vi har konstateret i denne dialog mellem de nordiske lande, at mens vi har et uændret pengebeløb at dele ud af, så er vi nødt til at prioritere til gavn for de vigtige spørgsmål, der, som du peger på, er den største udfordring i vor tid, og som vi allesammen beskæftiger os med. Men det må ske på bekostning af noget andet, og der har været lidt gnidninger i forbindelse med denne dialog. Jeg er dog enig med dig i, at vi alle kan gøre det endnu bedre, og vi må gøre det endnu bedre. Derfor fremlagde vi denne plan for samarbejdsministrenes vision for to til tre år siden. Jeg mener, ​at den har været ambitiøs og fuld af gode muligheder for at opnå disse resultater. Men så er vi nødt til at samarbejde, og derfor må vi få virksomheder og erhvervsliv i alle landene til at samarbejde, og derfor må vi mobilisere borgerne i samarbejdet. En del af visionens projekt er netop alt dette. Jeg håber, at det vil lykkes os, og at vi derfor vil kunne svare bekræftende på dine spørgsmål, selvom jeg ikke er i stand til at gøre det i dag, på vegne af alle de nordiske regeringer.