176. Sigurður Ingi Jóhannsson (Svar på fråga)

Information

Typ
Svar på fråga
Tal nummer
176
Speaker role
Minister
Datum

Hér í þessum þingsal hefur nauðsyn samvinnu til að takast á við loftslagsvána verið títtnefnd. Framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar fyrir 2030 er sú að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þessari framtíðarsýn er fylgt eftir með framsæknum áætlunum sem byggjast að miklu leyti á samvinnu. En nútíðin er í húfi og framtíð komandi kynslóða er þjökuð af óvissu. Tíminn er naumur, áskoranirnar eru umfangsmiklar og kostnaður við aðgerðarleysi er gríðarlegur. Markmið okkar í samfloti við Evrópusambandið um 55% samdrátt í losun fær falleinkunn í þessum skilningi og því hafa margar af þessum þjóðum sett sér metnaðarfyllri sjálfstæð markmið sem draga úr losun og stuðla að kolefnishlutleysi. En það er hægt að ganga skrefinu lengra og setja fram róttæka og réttláta en raunhæfa bindandi skuldbindingu Norðurlanda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig gætum við nýtt okkur þá einstöku reynslu, þekkingu og getu sem Norðurlöndin búa yfir og vinna þannig saman að lausnum á stórum áskorunum.

Því spyr ég ykkur, ágætu samstarfsráðherrar: Hvernig geta norrænar þjóðir gengið enn lengra í að vinna saman að kolefnishlutleysi? Og í öðru lagi vil ég spyrja: Sjáið þið tækifæri fólgin í því að Norðurlöndin setji sér bindandi sameiginlegt markmið í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030?