210. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på fråga)

Information

Speech type
Svar på fråga
Speech number
210
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég þakka fyrir spurninguna og þakka gott samstarf sömuleiðis. Það er mjög gaman að segja frá því að þessi mál hafa færst svolítið áfram núna á þessu ári. Okkar góða stjórnsýsluhindranaráð lét vinna skýrslu sem kom út fyrir ekki svo löngu síðan þar sem einmitt er verið að takast á við þá þætti sem þingmaðurinn nefnir hér, það að pendla á milli landa og hvernig við ætlum að eiga við það þegar kemur að sköttum, það að vinna í einu landi en búa í öðru og svo líka það sem snýr að því að fyrirtæki geti verið á fleiri en einum stað á Norðurlöndunum.

Ég veit að fjármálaráðherrarnir okkar eru að fara að hittast núna 8. nóvember. Ég veit ekki hvort þessi skýrsla er á dagskrá fundarins, það er ekki það langt síðan hún kom út. En ég hef rætt þetta mál við íslenska ráðherrann sem ég vonast til að verði jákvæð fyrir því að ýta þessu máli áfram af því að ég held að þetta sé mjög mikilvægt mál, þetta er eitt af stóru málunum þegar kemur að því að komast yfir þessar stjórnsýsluhindranir sem við erum öll alltaf að tala um hérna. Þetta er stórt mál og ég vil þakka þér kærlega fyrir að taka það hér upp. Ég mun alla vega ræða við minn fjármálaráðherra. Ég veit að sumir hinna ráðherranna hafa þegar gert hið sama. Ég vonast til þess að það verði til þess að ýta þessu máli áfram og vonandi getum við fengið að sjá einhverjar jákvæðar niðurstöður úr því á komandi misserum. En takk kærlega fyrir spurninguna.

Skandinavisk oversettelse

Jeg siger tak for spørgsmålet og ligeledes tak for et godt samarbejde. Det er meget sjovt at kunne fortælle, at disse emner har bevæget sig lidt fremad i det forgangne år. Vores udmærkede Grænsehindringsråd bestilte en rapport, som blev offentliggjort for ganske nylig, hvor man netop behandler de emner, som medlemmet nævner, det vil sige pendling på tværs af landegrænser, og hvordan vi skal løse det med skatten, når man arbejder i ét land og bor i et andet, også det, der handler om, at virksomheder kan have deres virke flere steder i Norden.

Jeg ved, at vores finansministre mødes den 8. november. Jeg ved ikke om rapporten er på mødets dagsorden, det er ikke så længe siden, den blev offentliggjort. Men jeg har drøftet emnet med den islandske minister, som jeg håber vil være positivt indstillet over for at skubbe til sagen, fordi jeg mener, at der er tale om et meget vigtigt emne. Der er tale om et af de store emner, der handler om at fjerne de grænsehindringer, vi alle sammen bliver ved med at tale om. Det er et stort emne, så tak for at tage det op. Jeg vil i hvert fald drøfte det med min finansminister. Jeg ved, at nogle af de øvrige ministre allerede har gjort det samme. Jeg håber, at det vil være med til at skubbe til sagen, og forhåbentlig vil vi kunne se nogle positive resultater i de kommende måneder. Mange tak for spørgsmålet.