212. Hanna Katrín Friðriksson (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
212
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég þakka fyrir ræðuna. Við erum sammála um að stjórnsýsluhindranir bitna á almennum borgurum, það eru þeir sem við erum að vinna fyrir og þessi skýrsla er gott innlegg í þá vinnu. Því tengt velti ég fyrir mér af hverju endurskoðun á Helsingfors-sáttmálanum er ekki tekin til álita af hálfu samstarfsráðherra sem hér hafa einhverjir nefnt í dag að sé óþarfi að endurskoða. Það er jú það sama. Hlutir hafa breyst undanfarin ár og áratugi, heimsmyndin er breytt og þarfir margra hafa breyst. Við höfum öll hlustað hér á skilaboð frá Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum sem hafa talað hátt og skýrt um sína beiðni um endurskoðun, en það eru líka fleiri atriði og ég er alveg klár á því að við í vinnuhópnum um endurskoðun munum taka það með í áframhaldandi vinnu. Skilaboðin eru líka um breytta heimsmynd. Núverandi samningur tekur ekki á þáttum sem eru mjög mikilvægir í núverandi heimsmynd, tekur ekki einu sinni á því hvernig við ætlum að uppfylla markmið um samþætt Norðurlönd í þessari breyttu heimsmynd og mikilvægi okkar norrænu gilda sem liggja nú bókstaflega undir árásum.

Mig langar að fá viðhorf ráðherrans til þessara mála, þ.e. um mikilvægi endurskoðunar Helsingfors-sáttmálans í þessu andrúmslofti sem við búum við núna.

Skandinavisk oversettelse

Tak for talen. Vi er enige om, at grænsehindringer går ud over almindelige borgere, dem, som vi arbejder for, og denne rapport er et godt bidrag til dette arbejde. I den forbindelse har jeg funderet over, hvorfor en opdatering af Helsingforsaftalen ikke tages med i betragtning af samarbejdsministrene, hvoraf nogle har udtrykt her i dag, at en opdatering er unødvendig. Det er jo det samme. Forholdene har ændret sig i de senere år og årtier, verdensbilledet er ændret, og manges behov er også ændret. Vi har alle sammen hørt budskabet fra Færøerne, Grønland og Åland, som har talt højt og tydeligt om deres ønske om en opdatering, men der er også andre emner, og jeg er helt sikker på, at vi i arbejdsgruppen om opdatering vil tage det med i det videre arbejde. Budskabet handler også om et ændret verdensbillede. Den nuværende aftale nævner ikke faktorer, der er særdeles vigtige i det nuværende verdensbillede, den nævner ikke engang, hvordan vi skal opfylde målet om et integreret Norden i dette ændrede verdensbillede, og vigtigheden af vores nordiske værdier, som nu bogstaveligt talt bliver angrebet.

Jeg vil gerne høre, hvordan ministeren forholder sig til disse spørgsmål, dvs. betydningen af en opdatering af Helsingforsaftalen i det nuværende klima.