23. Hanna Katrín Friðriksson (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
23
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Kæri forsætisráðherra. Við erum að tala um sýn á Norðurlönd sem sjálfbærasta og samþættasta svæði heims, og það er sýn sem ég held að við deilum öll. Á sama tíma erum við líka að tala í Norðurlandaráði um nauðsyn þess að endurskoða grunnsamninginn okkar, Helsingfors-samninginn. Bæði framtíðarsýnin og endurskoðun á Helsinki-samkomulaginu hafa það sama markmið; að auka metnað fyrir norrænu samstarfi, af því að núverandi ástand er orðið svolítið takmarkandi. Þá komum við að því að þegar við í Norðurlandaráði tökum málið upp við ríkisstjórnir fáum við yfirleitt þau svör að þetta virki ágætlega svona, að það þurfi ekki beinlínis nýtt skipulag nema að einhverju verulega takmörkuðu leyti í mesta lagi og að Evrópusambandið sé að einhverju leyti nóg fyrir norrænu löndin þar, og nú þegar öll Norðurlöndin ganga í NATO sé það líka mjög fínt.

Því er spurning mín til forsætisráðherranna þessi, sem ég beini hér til Katrínar Jakobsdóttur: Hvar liggur raunverulega metnaðurinn? Erum við sátt við að veikja mögulega þetta norræna samstarf vegna þess að við störfum saman innan Evrópusambandsins að einhverju leyti og vegna þess að við erum öll að koma sterk inn í NATO, eða eigum við að halda áfram að tryggja Norðurlöndin sem eitt samþættasta svæði heims? Ég geri ráð fyrir að svarið við seinni hluta spurningarinnar sé: Já. Þá langar mig að vita um sýn ráðherrans á hvernig við gerum það best miðað við núverandi aðstæður og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.

Skandinavisk oversettelse

Kære statsminister. Vi taler om en vision for Norden som verdens mest bæredygtige og integrerede region, og det er en vision, som jeg tror, vi alle sammen deler. Samtidig taler vi i Nordisk Råd også om behovet for at opdatere vores grundlæggende aftale, Helsingforsaftalen. Både visionen og en opdatering af Helsingforsaftalen har det samme mål; at højne ambitionsniveauet i det nordiske samarbejde, fordi de nuværende forhold er blevet lidt begrænsende. Dermed er vi nået til det, at når vi i Nordisk Råd tager sagen op med regeringerne, så får vi som regel de svar, at alt fungerer udmærket, som det er, at der ikke er et direkte behov for en omorganisering, bortset fra højst nogle detaljer, og at EU til en vis grad er tilstrækkeligt for de nordiske medlemslande, og nu når alle de nordiske lande bliver medlemmer af NATO, så er det også helt fint.

Derfor er mit spørgsmål til statsministrene, som jeg retter til Katrín Jakobsdóttir: Hvori ligger de virkelige ambitioner? Er vi tilfredse med, at vi muligvis svækker dette nordiske samarbejde, fordi vi til en vis grad arbejder sammen i EU, og fordi vi alle kommer stærkt ind i NATO, eller skal vi fortsætte med at sikre Norden som en af ​​verdens mest integrerede regioner? Jeg regner med, at svaret på den sidste del af spørgsmålet er: Ja. Så vil jeg gerne høre noget om ministerens syn på, hvordan vi bedst gør dette ud fra de nuværende omstændigheder og de udfordringer, vi står over for.