24. Katrín Jakobsdóttir (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
24
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég þakka fyrir spurninguna.  Ég er nú búin að vera viðloðandi norrænt samstarf alveg frá 2009 þegar ég tók við embætti samstarfsráðherra Norðurlandanna og mín sýn á þetta samstarf er að það er mjög mikilvægt að halda því dýnamísku. Þegar við ákváðum til að mynda að leggja af stað í þá vegferð að setja upp sýnina, sem við ákváðum á fundi á Íslandi 2019, fyrir árið 2030 þá gerist það hreinlega á fundi þar sem stjórnmálamenn koma saman og segja: Já, nú þurfum við aukinn kraft í ákveðið málefni.

Við þurfum að styrkja grænu sýnina í norrænu samstarfi. Við þurfum að setja aukinn kraft í það að ryðja burt hindrunum þannig að í raun og sann geti Norðurlöndin verið eitt samþættasta svæði í heimi. Þannig að ég held að öflugt norrænt samstarf snúist ekki endilega um hvaða ramma við sníðum því heldur að við lítum á þetta sem samstarf þar sem við komum inn af miklum krafti. Þess vegna hefur mér þótt mikil ánægja að starfa innan hins norræna samstarfs því að mér finnst við í raun og veru geta unnið hratt. Þannig að vettvangurinn er ekki hindrun fyrir okkur. Það skiptir bara öllu máli hvað við gerum og það var ákveðið á sínum tíma.

Ég sé fyrir mér núna þegar erum komin svona hálfa leið að sýninni okkar um það að Norðurlöndin verði grænasta og samþættasta svæði í heimi 2030, að við tökum stöðuna á miðri leið, metum það hvernig okkur gengur. Okkar skrifstofa hefur auðvitað sett fram sýn og við erum á sumum sviðum að ná miklum árangri, annars staðar er okkur ekki að miða nægilega hratt.

Skandinavisk oversettelse

Tak for spørgsmålet.  Jeg har faktisk været involveret i nordisk samarbejde lige siden 2009, da jeg blev nordisk samarbejdsminister, og mit syn på samarbejdet er, at det er meget vigtigt at det forbliver dynamisk. Dengang vi besluttede at formulere en vision, som vi vedtog i Island i 2019, frem til 2030, så skete det helt enkelt på et møde, hvor politikere samles og siger: Ja, nu skal vi accelerere et bestemt område.

Vi har brug for at styrke den grønne vision i det nordiske samarbejde. Vi har brug for at accelerere fjernelsen af hindringer for, at Norden virkelig kan blive blandt verdens mest integrerede regioner. Derfor mener jeg, at et stærkt nordisk samarbejde ikke nødvendigvis drejer sig om de rammer, vi sætter, men snarere at vi anser samarbejdet for at være noget, vi deltager i for fuld kraft. Derfor har det været en stor fornøjelse at arbejde inden for det nordiske samarbejde, fordi jeg synes faktisk, at vi kan være effektive. Forummet er derfor ingen hindring for os. Det altafgørende er, hvad vi gør, og det blev besluttet i sin tid.

Jeg ser for mig nu, når vi er nået halvvejs med vores vision om Norden som verdens grønneste og mest integrerede region inden 2030, at vi foretager en midtvejsevaluering og vurderer hvordan det er gået. Vores sekretariat har selvfølgelig formuleret en vision, og på nogle områder er vi ved at opnå gode resultater, mens arbejdet på andre områder ikke skrider frem hurtigt nok.