241. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Inlägg)

Information

Speech type
Inlägg
Speech number
241
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Kæru þingmenn. Mjög margt gott kom fram í máli ykkar hér. Takk kærlega fyrir þessa umræðu. Hér var nefnt að það vantar enn þá mikilvægar hagtölur og tölfræði. Ég tek undir það. Hér var líka nefnt að miðlun þekkingar og reynslu væri mikilvæg milli landanna og margt fleira. Við munum taka þá gagnrýni sem hér kom fram með okkur inn í áframhaldandi vinnu. Ég held að sú ákvörðun ráðherranefndarinnar hafi verið mjög mikilvæg að „mainstreama“, afsakið að ég sletti, og gera „mainstreaming“ að stefnu til þess að koma jafnrétti inn í alla kima ráðherranefndarinnar. Þetta er því verkefni í vinnslu og gríðarlega mikilvægt að þessi ákvörðun var tekin. Skýrslan sýnir árangur þess og sýnir líka að það er verk að vinna. Auðvitað erum við með þessu að reyna að tryggja að allar ráðherranefndir horfi til kynjasjónarmiða, sem mikilvægt er. Ég vil líka nefna að þetta er auðvitað eitt af því sem við höfum í huga og að leiðarljósi við vinnu allra ráðherranefndanna nú þegar kemur að framkvæmdaáætlun fyrir árin 2025–2030.

Ég ætla síðan að fá að skila kveðju frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem jafnframt er jafnréttisráðherra og ég hleyp hér í skarðið fyrir. Líkt og kom fram í máli eins þingmannsins áðan fóru flestar konur á Íslandi í verkfall 24. október sl. og mótmæltu fyrst og fremst þrennu: Að enn þá skuli finnast kynbundinn launamunur, að enn sé um kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ræða í garð kvenna, og þær mótmæltu óréttlátri skiptingu ábyrgðar á svokallaðri þriðju vakt. Ég held að við getum öll tekið undir það að þetta gengur ekki lengur og við verðum að reyna að stefna að því að bæta úr þessu sem allra fyrst. Kannski eigum við, með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, að miða við að árið 2030 sé síðasta árið þar sem við þurfum að horfa upp á þetta. Þessar áskoranir ættu að heyra sögunni til.

Skandinavisk oversettelse

Kære parlamentarikere. Mange gode ting er fremkommet i jeres indlæg her. Mange tak for debatten. Det blev nævnt, at vigtig statistik stadigvæk mangler. Det er jeg enig i. Det blev også nævnt, at udveksling af viden og erfaringer mellem landene var vigtig, og meget andet. Vi vil tage den kritik, der er fremsat her, med os i det videre arbejde. Jeg mener, at ministerrådets beslutning om at ”mainstreame”, undskyld, at jeg bruger et udenlandsk ord, er vigtig, at mainstreaming bliver en strategi til at integrere ligestilling i alle dele af ministerrådet. Dette er derfor under udvikling, og det er yderst vigtigt, at denne beslutning blev truffet. Redegørelsen viser de resultater, der er opnået, men også de opgaver, som endnu ikke er løst. Dermed forsøger vi selvfølgelig at sikre, at alle fagministerråd tager højde for kønsperspektivet, hvilket er vigtigt. Jeg vil også nævne, at det selvfølgelig er noget, vi i ministerrådet tænker på og har som ledetråd, når vi forbereder en handlingsplan for perioden 2025-2030.

Jeg skulle også hilse jer fra Katrín Jakobsdóttir, Islands statsminister, som også er ligestillingsminister, og som jeg træder i stedet for. Som et medlem kom ind på tidligere, så strejkede de fleste kvinder i Island den 24. oktober i år og protesterede især mod tre ting: at der stadigvæk er kønsrelaterede lønforskelle, at kvinder stadigvæk udsættes for seksuel vold og chikane, og de protesterede mod en uretfærdig ansvarsfordeling på det såkaldte tredje skift. Jeg tror godt, vi alle sammen kan være enige om, at det ikke går længere, og at vi skal forsøge at løse det hurtigst muligt. Måske bør vi, under hensyntagen til FN's globale bæredygtighedsmål, sigte mod, at år 2030 bliver det sidste år, hvor vi skal opleve dette. Disse udfordringer bør høre fortiden til.