26. Katrín Jakobsdóttir (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
26
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Takk fyrir spurninguna. Það liggur algerlega fyrir að það er skelfileg þróun að verða fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrst árásir Hamas-samtakanna, sem ég nefndi í ræðu minni, og síðan þau viðbrögð sem hafa orðið við þeim. Þar höfum við talað fyrir vopnahléi af mannúðarástæðum og ég tel raunar að öll Norðurlöndin hafi talað fyrir því og mikilvægi þess að mannúðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Það hefur gengið mjög treglega og veldur okkur öllum miklum áhyggjum.

Við höfum séð að það hefur reynst erfitt að ná samstöðu á alþjóðavettvangi. Það er mikil skautun í þessari umræðu og þau sem líða fyrir það eru óbreyttir borgarar sem hafa því miður stráfallið í þessum átökum, sem eru algerlega skelfileg.

Ef við horfum yfir þetta fólk sem hér situr þá tel ég að þótt ákveðinn munur sé á því hvernig við orðum hlutina séu þessi skilaboð algerlega skýr: Við viljum mannúðaraðstoð inn á Gaza og vopnahlé af mannúðarástæðum.

Skandinavisk oversettelse

Tak for spørgsmålet. Det står fuldstændig klart, at en frygtelig udvikling finder sted i Mellemøsten. Først Hamas-organisationens angreb, som jeg nævnte i min tale, og de reaktioner, der fulgte i kølvandet på det. Der har vi anbefalet en humanitær våbenhvile, og jeg mener faktisk, at samtlige nordiske lande har anbefalet denne og understreget vigtigheden af, at humanitær hjælp når frem til området. Det er gået meget trægt og volder os alle sammen store bekymringer.

Vi har set, at det har vist sig svært at nå til enighed i internationale fora. Debatten er stærkt polariseret, og dem, som lider, er civilbefolkningen, som desværre er blevet nedslagtet i denne konflikt, hvilket er fuldstændig frygteligt.

Hvis vi ser på de mennesker, der er her til stede, så mener jeg, at selv om vi formulerer os lidt forskelligt, så er budskabet ganske klart: Vi vil have en humanitær hjælp til Gaza og en humanitær våbenhvile.