92. Bjarni Benediktsson (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
92
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég þakka þér fyrir spurninguna. Við höfum átt umræðu um vistmorð á Alþingi Íslendinga og ég held að að baki hugmyndinni um að gera vistmorð að hluta alþjóðalaganna liggi mjög góður hugur og mikill metnaður fyrir umhverfismálum og framtíð jarðarinnar. Það verður hins vegar að segjast að með nákvæmlega sama hætti og við horfum upp á mjög krefjandi aðstæður vegna stríðsátaka, og ég var hérna í ræðu minni rétt áðan að rekja það hversu mikilvægt það er að alþjóðalögum sé fylgt, að þá munu koma upp ótrúlega snúin álitamál þegar stríðsátök eiga sér stað gagnvart þeim sem eru á átakasvæðum þegar krafan verður sú að þeir eigi að taka sérstakt tillit til náttúrunnar í slíkum átökum. Við hlustuðum hérna í gær á Stoltenberg lýsa því yfir á þessu þingi að friður verður ekki til lengri tíma tryggður nema til staðar séu vopn og jafnvel stórtæk, langdræg vopn. Við þurfum að finna gott jafnvægi þar sem náttúran, umhverfið og framtíð jarðarinnar er höfð í huga. En þetta verður gríðarlega vandratað einstigi þegar átök eiga sér stað.

Skandinavisk oversettelse

Tak for spørgsmålet. Vi har diskuteret økocid i det islandske parlament, og jeg tror, at ideen om at integrere økocid i folkeretten er baseret på en god vilje og stor ambition for miljøet og jordens fremtid. Det skal dog siges, at ligesom når vi står overfor meget krævende omstændigheder på grund af væbnede konflikter, - og i min tale tidligere var jeg inde på, hvor vigtigt det er at overholde folkeretten, - så vil der opstår utrolig komplicerede afvejninger under væbnede konflikter, når krigshandlinger finder sted mod dem, der befinder sig i konfliktzoner, når så kravet bliver, at der skal tages særligt hensyn til naturen i sådanne konflikter. Vi lyttede i går her på sessionen til Stoltenberg, da han erklærede, at fred ikke kan sikres på længere sigt, uden at der er våben til stede, endda massive langtrækkende våben. Vi må finde en god balance, hvor der tages højde for naturen, miljøet og jordens fremtid. Men det bliver en meget svær balancegang, når konfrontationer finder sted.