94. Bjarni Benediktsson (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
94
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég er sammála því að sá vettvangur sem við höfum komið okkur saman um hefur reynst gríðarlega dýrmætur. Ég tel að við eigum að gera allt sem við getum til þess að viðhalda öllum bestu kostum þess samstarfs sem við höfum þar skapað vettvang um. Við höfum rætt það til þessa að innrás Rússa í Úkraínu setur fyrir okkur nýjar áskoranir en ég held að rétta viðleitnin á þessum tímapunkti sé sú að gera allt sem við getum til að tryggja að allt það vísindastarf sem á sér stað í dag geti haldið áfram, að við reynum að halda áfram að fjármagna þær rannsóknir sem eru grundvöllur góðrar ákvörðunartöku fyrir svæðið í heild og á sama tíma að lifa með þeirri staðreynd að á pólitíska sviðinu getur varla verið virkt samtal á meðan jafn djúpstæður ágreiningur er til staðar eins og á við í augnablikinu.

Skandinavisk oversettelse

Jeg er enig i, at det forum, som vi er blevet enige om, har vist sig at være enormt værdifuldt. Jeg mener, at vi må gøre alt, hvad vi kan for at bevare de bedste fordele ved det samarbejde, vi har skabt et forum for. Vi har hidtil diskuteret, at Ruslands invasion af Ukraine giver os nye udfordringer, men jeg tror, at den rigtige indsats på nuværende tidspunkt er at gøre alt, hvad vi kan for at sikre, at alt det videnskabelige arbejde, der foregår i dag, kan fortsætte, at vi forsøger at fortsætte med at finansiere den forskning, der er grundlaget for god beslutningstagning for regionen som helhed, og samtidig leve med det faktum, at der på det politiske niveau næppe kan være tale om en aktiv dialog, så længe der er så dyb uoverensstemmelse, som det er tilfældet for tiden.