96. Bjarni Benediktsson (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
96
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hefur í gegnum tíðina verið rætt um mikilvægi þess að við reynum að halda okkar efnahagslögsögu utan átaka. Öll okkar viðleitni snýr að því að tryggja frið á okkar svæði. Ég get sagt fyrir okkur Íslendinga að við höfum rætt um það að við viljum koma í veg fyrir flutning kjarnavopna í okkar landhelgi að því marki sem það getur samrýmst aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. En augljóst er, og við getum vísað til þess sem sagt var hér í gær af Stoltenberg, að meðan óvinurinn er að nota kjarnavopn þá munu NATO-þjóðirnar þurfa að byggja upp sínar varnir með tilliti til þess. Ég heyri ekki annað en að það sé alger samhljómur milli Norðurlandaþjóðanna um að kalla eftir mannúðarhléi vegna átakanna á Gaza en stríðandi fylkingar eru báðar, eins og sakir standa, í átökum þar sem vopnum er beitt á báða bóga. Það ganga enn þá eldflaugar af Gaza-svæðinu yfir til Ísraels og nú er Ísraelsher í aðgerðum til þess að koma höndum yfir hryðjuverkamenn og frelsa gísla. Við þessar aðstæður verður það okkar hlutverk að kalla eftir öllu því sem getur komið óbreyttum borgurum til hjálpar. Við höfum verið að auka framlög til mannúðaraðstoðar, við höfum gert það örum skrefum og munum halda því áfram. Það er algjört grundvallaratriði að það verði hlúð að því fólki sem er í víglínunni við þessar aðstæður og að mannúðaraðstoð komi til þeirra í auknum mæli vegna þess að það er ekki að gerast nægilega vel í augnablikinu.

Skandinavisk oversettelse

I NATO har man igennem tiden diskuteret vigtigheden af, at vi forsøger at holde vores eksklusive økonomiske zone uden for konflikter. Alle vores bestræbelser går ud på at sikre fred i vores region. For Islands vedkommende kan jeg sige, at vi har talt om, at vi ønsker at forhindre transport af kernevåben i vores territorialfarvande, så vidt det er foreneligt med vores medlemskab af NATO. Men det står klart, og her kan vi henvise til det, som Stoltenberg sagde i går, at mens fjenden bruger atomvåben, så vil NATO-landene være nødt til at opbygge deres forsvar med tanke på dette. Så vidt jeg kan høre, er der enstemmighed blandt de nordiske lande om at opfordre til en humanitær våbenhvile på grund af konflikten i Gaza, men begge stridende parter er, under de forhåndenværende omstændigheder, i en konflikt, hvor der bruges våben på begge sider. Der bliver stadig affyret raketter fra Gaza-striben ind i Israel, og nu handler den israelske hær for at fange terrorister og befri gidslerne. Under disse omstændigheder bliver det vores opgave at kræve, at civile kommes til undsætning. Vi har øget vores bidrag til humanitær bistand, vi har sat mange ressourcer ind på det, og det vil vi fortsætte med. Det er helt afgørende, at de mennesker, der er i frontlinjen i disse situationer, får den fornødne lægehjælp, og at den humanitære bistand generelt bliver intensiveret, da det lige nu på mange områder går for langsomt.