Norræn samstarfsáætlun um umhverfis- og loftslagsmál 2019–2024
Information
Publish date
Abstract
Norrænu löndin hafa um árabil átt með sér árangursríkt samstarf um umhverfis- og loftslagsmál sem hefur haft augljósar framfarir í för með sér á Norðurlöndum og á alþjóðavísu. Á seinni árum hafa áskoranirnar orðið fleiri og stærri og samstarfið jafnframt mikilvægara.Á tímabilinu 2019–2024 munu löndin starfa saman að sjálfbærri þróun á Norðurlöndum, innan ESB og á alþjóðavettvangi. Þau munu sameiginlega þrýsta á um metnaðarfulla framkvæmd alþjóðlegra umhverfis- og loftslags-samninga, með sérstaka áherslu á Parísarsamninginn, og vinna að því að skerpa löggjöf ESB um umhverfis- og loftslagsmál.Norðurlönd eiga áfram að hafa forystu um breytingar vegna loftslagsmála. Við munum vinna að því á vettvangi norræns samstarfs um umhverfis- og loftslagsmál að stöðva hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlindanna. Við eigum einnig að vinna saman að því að koma hringrásarhagkerfi hraðar á legg sem leiðir til að neysla og framleiðsla haldast innan þolmarka náttúrunnar. Önnur veigamikil samstarfssvið snúast um að draga sem kostur er úr hættunni sem stafar af efnum og efnavöru og af hættulegum efnum og að stemma stigu við að plast berist í hafið. Með vísan til fyrri áætlana verður samstarfið um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun og græna fjármögnun einnig eflt.
Publication number
2018:809