Skógurinn í skólanum, Danmörk

Skoven i Skolen (Danmark)
Valokuvaaja
Frank Juel Pedersen
Verkefnið Skógurinn í skólanum er tilnefnt fyrir miðlun og dreifingu á þekkingu og hugmyndum í kennslu í náttúru- og útiskólum til kennara og nemenda um alla Danmörku.

Dreifing upplýsinga er í gegnum vefsíðuna www.skoven-i-skolen.dk. Verkefnið Skógurinn í skólanum hófst árið 1999. Árið 2007 höfðu 15% danskra skóla sett á laggirnar útiskóla. Áhuginn fyrir útiskóla og kennslu úti í náttúrinni kemur frá grasrótinni. Menntamálaráðuneytið hefur ekki haft sviðið á stefnuskrá sinni. Samstarf hefur verið við fjölda framkvæmdaaðila og fagaðila um efni og dreifingu efnis í verkefninu; nýjasta verkefnið er loftslagsverkefnið "endurræktum jörðina" en verkefnið er unnið í samstarfi við skógræktina í Danmörku. Stofnendur Skógarins í skólanum eru Skógræktarfélag Danmerkur, Útivist, Tré eru umhverfi, Skóg- og náttúruverndin (umhverfisráðuneytið) og menntamálaráðuneytið. Starfsemin er fjármögnuð af sjóðum og fjórðungs ársverki sem Skóg- og náttúruverndin leggur til.