247. Steinunn Þóra Árnadóttir (Indlæg)
Information
Forseti. Mér fannst það jákvætt hér áðan þegar utanríkisráðherrarnir voru að tala og ég hélt að það kvæði við nýjan tón þegar kæmi að öryggis- og varnarmálum Norðurlandanna. Það eru mér því vonbrigði að heyra, þegar varnarmálaráðherrarnir tala hér í dag, að áherslan er allt önnur. Hér áðan lögðum við áherslu á loftslagsmálin, á netöryggismálin og mikilvægi þess að taka þátt í alþjóðlegum stofnunum. Stærsta ógnin sem að heiminum steðjar í dag eru loftslagsbreytingar. Það er ekki hægt að takast á við þær með vopnum eða stríðstólum eða hernaðarstyrk, sama hversu mikill hann er. Það þarf aðrar aðferðir. Því fjármagni sem fer í að kaupa vopn væri betur varið í að aðstoða þær þjóðir sem verða hvað verst úti vegna loftslagsbreytinga. Það er alvöruöryggismál fyrir heiminn á 21. öldinni.
Ég vil leggja áherslu á það að við verðum einnig að vera vakandi fyrir vaxandi kjarnorkuvopnaógn í heiminum, því miður. Mikilvægum kjarnorkuafvopnunarsamningum hefur verið sagt upp á síðastliðnum misserum og mig langar að spyrja: Hvað hafa varnarmálaráðherrar Norðurlandanna gert vegna þessa? Hafa þeir beitt sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt og heimurinn þannig gerður öruggari? Það væri alvöruvarnarmál.
Það er leiðinlegt að mér finnst umræðan núna hafa farið til baka á einhverja aðra öld. Við vorum nefnilega fyrir um það bil einum og hálfum klukkutíma á réttri leið.
Skandinavisk oversættelse:
Præsident. Jeg syntes, det var positivt tidligere, da udenrigsministrene talte, og jeg syntes, der var en ny tone, hvad angik Nordens sikkerheds- og forsvarspolitik. Derfor skuffer det mig at høre, når forsvarsministrene taler her i dag, at fokus er et helt andet. Tidligere i dag lagde vi vægt på klimapolitikken, på cybersikkerhed og vigtigheden af at deltage i internationale organisationer. Den største trussel i verden i dag er klimaændringerne. De kan ikke bekæmpes med våben eller krigsmateriale eller militære styrker, uanset hvor store de er. Der skal andre metoder til. De finansielle midler, der anvendes til våbenkøb, kunne finde en bedre anvendelse ved at hjælpe de lande, der er hårdest ramt på grund af klimaændringerne. Det er i virkeligheden det vigtigste sikkerhedsspørgsmål for verden i det 21. århundrede.
Jeg vil understrege, at vi også er nødt til at være på vagt overfor en voksende atomvåbentrussel i verden, desværre. Vigtige traktater om nedrustning af atomvåben er blevet opsagt i de seneste måneder, og jeg har lyst til at spørge: Hvad har de nordiske forsvarsministre foretaget sig i denne anledning? Har de stillet sig i spidsen for, at atomvåben bliver udryddet, og at verden således bliver et sikrere sted? Det ville være en reel forsvarspolitik.
Det er kedeligt at konstatere, at debatten er skruet tilbage til et andet århundrede. For halvanden time siden var vi nemlig på rette vej.