Höskuldur Þórhallsson (Indlæg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
178
Speaker role
Midtergruppen
Date

Kæru norrænu vinir. Ég vil í fyrsta lagi þakka Timo Soini fyrir hans orð og ég tek undir það að Norðurlöndin eigi að vinna saman á markvissari hátt en hingað til hefur verið og horfa til lengri tíma. Við höfum átt góðan fund í forsætisnefnd með utanríkisráðherrunum og ég held að hann hafi verið mjög gagnlegur, okkur tókst að fara yfir ýmis málefni og það er gott að heyra það hljóð að vilji sé til nánara samstarfs og við hvetjum ykkur til þess að gera það.

Árið 2009 afhenti Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra, skýrslu um samstarf á sviði öryggis- og utanríkismála. Við höfum verið mjög fylgjandi þeirri skýrslu í flokkahóp miðjumanna og teljum að hún geti verið leiðarljós í nánari samskiptum , en eins og þið vitið þá höfum við tekið upp meiri umfjöllun um utanríkismál, við höfum rætt flóttamannavandann mjög ítarlega og við höfum farið yfir málefni Rússa.

Staðan er einfaldlega sú að við stöndum frammi fyrir gjörbreyttri Evrópu, við stöndum frammi fyrir gjörbreyttu Rússlandi. Við getum ekki horft til baka til fyrri samskipta við Rússland eins og þau voru, en engu að síður höfum við ákveðið að halda uppi samstarfi. Við funduðum með fulltrúa frá Rússlandi, það var góður fundur að mínu mati, og þar var samstaða um að samskiptin yrðu framvegis lágstemmdari og, svo ég megi nú sletta, „more realistic“. Það var samstaða um það.

Ég hvet einnig til aukins samstarfs á norðurheimskautinu og verð að segja fyrir mína parta að mér þykir miður að brestur hafi verið á því samstarfi og ég vona að utanríkisráðuneytin taki þau málefni upp og ræði sín á milli.

Skandinavisk oversættelse

Kære nordiske venner. Først vil jeg takke Timo Soini for hans ord, og jeg er enig i, at Norden bør samarbejde mere målrettet og langsigtet end hidtil. Vi i præsidiet havde et godt møde med udenrigsministrene, og jeg tror at det var meget gavnligt, da det lykkedes os at gennemgå forskellige temaer og det er godt at fornemme, at der er vilje til et tættere samarbejde og vi vil opfordre jer til det.

I 2009 afleverede udenrigsminister Thorvald Stoltenberg en rapport om samarbejde på det sikkerheds- og udenrigspolitiske område. Vi i Midtergruppen har været meget enige med rapporten og vi anser, at den kan være et pejlemærke for en tættere kontakt, men som I ved, så er vi begyndt at behandle udenrigspolitik i højere grad end hidtil, vi har drøftet flygtningekrisen meget indgående og vi har behandlet forholdet til Rusland. 

Situationen er ganske enkelt den, at vi står over for et helt andet Europa, vi står over for et helt andet Rusland. Vi kan ikke vende tilbage til forholdet til Rusland som det var før, men ikke desto mindre har vi besluttet at opretholde samarbejdet. Vi mødtes med repræsentanter fra Rusland, det var et godt møde efter min mening, og der var enighed om, at forholdet fremover blev mere afdæmpet, eller for nu at bruge fremmedsprog, „more realistic“.  Det var der enighed om. 

Jeg opfordrer også til et øget samarbejde om Arktis og for mit vedkommende må jeg sige, at jeg beklage de knaster, der har været i samarbejdet og jeg håber, at udenrigsministerierne tager fat på disse temaer og drøfter dem.