Valgerður Gunnarsdóttir (Hovedindlæg)

Informasjon

Speech type
Hovedinnlegg
Speech number
237
Speaker role
Den Konservative Gruppes talsperson
Date

Kæri formaður. Já, ég er afskaplega þakklát fyrir það að ráðherranefndin leggur áherslu á samvinnu í norrænum tungumálum. Við vitum það öll, sem hér sitjum, hve mikilvægt það er að við getum skilið hvert annað að mestu leyti. Nú er það auðvitað svo að íslenskan sker sig meira frá dönsku, norsku og sænsku en þau mál hvert frá öðru og finnska er auðvitað af öðrum stofni. Það skiptir miklu máli að norræn tungumál séu kennd í skólum. Á Íslandi er það svo að danska er aðaltungumál sem nemendum er kennt frá unga aldri og það hefur afgerandi áhrif á það að Íslendingar telja að þeir eigi erindi inn á Norðurlöndin með sitt mál.

Það er ýmislegt sem við gerum til að auka samskipti í mállegum skilningi og við getum gert betur. Ég velti því meðal annars fyrir mér hvort sjónvarp, kvikmyndir, bókmenntir og jafnvel tónlist megi ekki nýta í meira mæli. Ég held að það gæti verið góður grunnur að norrænar sjónvarpsstöðvar skiptist meira á þáttum þar sem þeirra eigið tungumál er notað og að við reynum að draga úr því að tala ensku hvert við annað til að auðvelda hlutina. Þegar um er að ræða nemendaskipti til dæmis ættum við að leggja áherslu á að nemendur frá Danmörku, sem koma til Íslands, tali ekki við íslenska nemendur á ensku. Það dregur bara úr því að við getum átt þessi samskipti og að við byggjum undir samnorræna notkun á tungumálunum okkar.

Skandinavisk oversættelse

Kære formand. Ja, jeg er særdeles taknemmelig for at ministerrådet lægger vægt på samarbejdet om de nordiske sprog. Vi ved det alle os, der sidder her, hvor vigtigt det er, at vi stort set er i stand til at forstå hinanden. Islandsk adskiller sig selvfølgelig mere fra henholdsvis dansk, norsk og svensk end de tre adskiller sig indbyrdes, og finsk tilhører en anden stamme. Det betyder også meget, at der undervises i nordiske sprog i skolen. I Island er dansk det sprog som eleverne hovedsageligt undervises i allerede i en ung alder, og det har en afgørende betydning for, hvorvidt islændinge føler, at de hører sprogligt hjemme i og sammen med det øvrige Norden. 

Vi foretager os adskillige ting for at øge de sproglige kontakter, og vi kan gøre endnu bedre. Jeg funderer blandt andet over, om man ikke i højere grad kunne bruge tv, film, litteratur og endda musik. Jeg tror, at det ville skabe et godt grundlag, hvis de nordiske tv-selskaber udvekslede flere programmer, hvor deres respektive sprog bliver brugt, og at vi forsøger at undgå at ty til engelsk for at gøre tingene nemmere. Når det fx handler om elevudveksling, så burde vi lægge vægt på, at elever fra Danmark, som kommer til Island, ikke taler engelsk med de islandske elever. Det er kun med til at undergrave det, at vi kan have disse kontakter, og at vi underbygger fællesnordisk brug af vores respektive sprog.