184. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på spørsmål)

Informasjon

Speech type
Svar på spørsmål
Speech number
184
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Þakka þér fyrir fyrirspurnina. Ég ætla að byrja á að taka undir það að ég held að grunnurinn að norrænu samstarfi sé mikið byggður á samvinnu á sviði menningar og lista. Það kjarnar svolítið það að við eigum í góðu samstarfi. Ég vil jafnframt segja að fyrir þingið núna liggja athugasemdir flokkahópanna á Norðurlandaráðsþingi fyrir þar sem flestir gera athugasemdir við það sem hv. þingmaður nefnir hér. Norðurlandaráð, bæði forsætisnefndin og myndi ég segja flestar nefndir sem ég hef farið fyrir hafa verið mjög skýrar í máli sínu í gagnrýni á það hver tilfærslan hefur verið frá bæði menningar- og menntageiranum. Þetta er því auðvitað eitthvað sem við samstarfsráðherrarnir höfum heyrt.

Ég vil nefna að norræna ráðherranefndin setur enn mest fjármagn í þessi málefni, þ.e. menningu og menntun. Síðan eru það fagsektorarnir sem ákveða með hvaða hætti þeir skipta fjármagninu hjá sér, þ.m.t. til þeirra stofnana sem þingmaðurinn nefndi hér áðan. Síðustu þrír samstarfsráðherraformenn, þ.e. finnska, norska og íslenska formennskan, hafa í viðræðum við Norðurlandaráð þar sem fjallað er um fjárhagsáætlanirnar brugðist við þessari gagnrýni að einhverju marki. Það tel ég vera í anda góðs norræns samstarfs og við höfum átt í góðu samstarfi um framtíðarsamstarfsáætlanir 2025–2030. Við samstarfsráðherrarnir í ráðherranefndinni erum hins vegar rétt að hefja þessa umræðu nú um hvernig eigi að skipta fjármagninu frá árinu 2025 til 2030. Við höfum þessa gagnrýni flokkahópanna hjá okkur og ég held að mikilvægt sé að við horfum á þau skilaboð sem við erum ekki bara að heyra núna heldur höfum verið að heyra á undanförnum árum, þó svo að við getum ekki orðið við öllum þeim óskum sem Norðurlandaráð setur fram þegar kemur að fjárheimildum.

Skandinavisk oversettelse

Tak for spørgsmålet. Jeg vil begynde med at erklære mig enig, jeg tror, at grundlaget for det nordiske samarbejde for en stor del er baseret på samarbejdet på kultur- og kunstområdet. Det krystalliserer lidt det faktum, at vi har et godt samarbejde. Jeg vil også sige, at i partigruppernes kommentarer, som vi fik inden sessionen, drejede de fleste sig om netop det, det højtærede medlem nævner her. Nordisk Råd, både præsidiet og jeg vil mene de fleste udvalg, jeg har mødt, har været meget klare i mælet med deres kritik af budgetnedskæringer på både kultur- og uddannelsesområdet. Derfor er det selvfølgelig noget, vi samarbejdsministre har hørt.

Jeg vil nævne, at Nordisk Ministerråd stadigvæk afsætter det største budget til disse områder, dvs. kultur og uddannelse. Siden er det op til fagsektorerne selv at bestemme, hvordan de vælger af fordele midlerne internt, herunder til de institutioner, som medlemmet nævnte tidligere. De sidste tre formænd for samarbejdsministrene, dvs. det finske, det norske og det islandske formandskab, har i forhandlinger med Nordisk Råd om budgettet til en vis grad reageret på denne kritik. Jeg mener, at det er i tråd med et godt nordisk samarbejde, og vi har haft et godt samarbejde om visionens samarbejdsprogrammer 2025-2030. Vi, samarbejdsministrene i ministerrådet, er derimod lige ved at indlede denne diskussion om, hvordan vi fordeler midlerne i perioden fra 2025 til 2030. Vi har partigruppernes kritik in mente, og jeg mener, det er vigtigt, at vi ser på disse beskeder, ikke blot dem, vi hører nu, men også dem, vi har hørt i de foregående år, selv om vi ikke kan tilgodese alle de ønsker, som Nordisk Råd fremlægger vedrørende beløbsgrænser.