188. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på spørsmål)

Informasjon

Speech type
Svar på spørsmål
Speech number
188
Date

Takk kærlega, Jósúa, fyrir þessa spurningu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við ræðum þetta mál sem snýr í rauninni að þeim sem eru á þeim svæðum og sérstaklega ef ríki eða svæði upplifa sig ekki nægilega sem hluta af þeirri heild sem hér er, þá þurfum við að reyna að vinna að því að bæta úr því. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það er mikilvægt.

Þú nefnir hér sérstaklega Grænland. Við eigum t.d. í góðu samstarfi við vestnorrænu ríkin sem ég held að sé mikilvægt í þessu tilliti, þ.e. Grænland, Ísland og Færeyjar. Við hittumst reglulega samstarfsráðherrarnir í þessum ríkjum og við hittumst líka með Vestnorræna ráðinu og þarna upplifi ég ekki annað en að öllum líði eins og þeir séu með. En við heyrðum hér ræðu grænlenska forsætisráðherrans í gær sem maður hefur ákveðnar áhyggjur af, verð ég að segja, og þaðan kannski sprettur þín spurning. Ég held að við þurfum einfaldlega að horfa til þess öll í sameiningu og þar bera ekki síst ríkin fimm sem eru sjálfstæð ábyrgð á því að passa upp á það að sjálfstjórnarríkin þrjú séu við borðið, sjá til þess að þegar við erum hvert um sig í formennsku bjóðum við þeim að koma með á fundi, að við bjóðum þeim að taka þátt sem þau væru sjálfstæðir meðlimir að fullu.

Svo er það miklu stærri spurning hvort við eigum að breyta þessu og hleypa sjálfstjórnarríkjunum að borðinu sem jafngildum meðlimum. Það er spurning sem ég veit að Norðurlandaráð mun taka svolítið í tengslum við þá umræðu sem nú fer fram á vettvangi Norðurlandaráðs um endurskoðun Helsingfors-samningsins.

Fyrir Íslands hönd held ég að ég geti alveg sagt að við styðjum það að sjálfstjórnarríkin séu sem mest með okkur í þessu öllu.

Skandinavisk oversettelse

Mange tak, Jósúa, for spørgsmålet. Jeg tror, det er meget vigtigt, at vi diskuterer dette, som i virkeligheden handler om dem, der er i disse områder, især hvis lande eller områder ikke føler sig tilstrækkeligt inkluderet i den helhed, som der er tale om, så må vi forsøge at finde en løsning. Jeg tror, vi alle sammen kan være enige om dette. Det er vigtigt.

Du fremhæver Grønland. Vi har f.eks. et godt samarbejde med de vestnordiske lande, som jeg tror er vigtigt i denne sammenhæng, dvs. Grønland, Island og Færøerne. Vi mødes regelmæssigt, samarbejdsministrene i disse lande, og vi mødes også med Vestnordisk Råd, hvor jeg ikke oplever andet, end at alle føler, at de er inkluderet. Men i går hørte vi den grønlandske landsstyreformands tale, som var bekymrende, må jeg sige, og det er måske anledningen til dit spørgsmål. Jeg tror, at vi simpelthen må se på det alle sammen i fællesskab, og ikke mindst har de fem selvstændige stater et ansvar for, at de tre lande med selvstyre sidder med ved bordet, og sørger for, at når vi hver især har formandskabet, vi inviterer dem med til møder, at vi inviterer dem til at deltage, som om de var selvstændige og fuldgyldige medlemmer.

Efterfølgende er det et meget større spørgsmål om, hvorvidt vi skal ændre dette og invitere landene med selvstyre med ved bordet som fuldgyldige medlemmer. Det er et spørgsmål, som jeg ved, at Nordisk Råd vil berøre i forbindelse med den diskussion, der finder sted nu i Nordisk Råd om en opdatering af Helsingforsaftalen.

På Islands vegne mener jeg, at jeg med sindsro kan påstå, at vi støtter, at landene med selvstyre er så meget sammen med os som muligt i alt dette.