190. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på spørsmål)

Informasjon

Speech type
Svar på spørsmål
Speech number
190
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Þakka þér innilega fyrir spurninguna. Við samstarfsráðherrarnir höfum verið að reyna að styrkja stjórnsýsluhindranaráðið. Við höfum horft til þess að ná fimm til átta málum í höfn á hverju ári, t.d. náðust fimm á tímabilinu frá júní í fyrra og þangað til í júlí á þessu ári. Núna vinnum við þetta ekki minna í þemamálum, eins og þemað skatturinn, þemað þjóðþrifamál o.s.frv. Eitt af því sem við erum auðvitað að vinna snýr að því sem þú ert að spyrja um, sem eru þessar hindranir á digital-sviðinu, og ég veit ekki betur en að það sé heilmikil vinna í gangi í íslenska fjármálaráðuneytinu sem fer með þessi mál hjá okkur. Ég veit til þess að okkar góði fulltrúi í stjórnsýsluhindranaráðinu hefur átt í mjög reglulegu samtali við sína kollega eða starfsfólk í fjármálaráðuneytinu til þess einmitt að ná tökum á og leysa þessi mál sem þú nefnir. Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki 100% með á hreinu hvar ákvörðunin stendur og bið þig að afsaka það og get ekki heldur sagt nákvæmlega til um hvar það stendur í Finnlandi  en ég veit alla vega að þetta mál er mjög ofarlega hjá okkur á Íslandi, að reyna að bæta úr þessu, og ég held að við öll, samstarfsráðherrarnir, séum mjög svo á þeim stað að vilja ná að taka þessi mál sérstaklega áfram enda skipta þau okkur öll miklu máli.

Skandinavisk oversettelse

Hjerteligt tak for spørgsmålet. Vi, samarbejdsministrene, har forsøgt at styrke Grænsehindringsrådet. Vores ambition har været at løse fem til otte sager om året, vi nåede f.eks. fem sager i perioden fra juni sidste år til juli i år. Nu arbejder vi mere tematisk med temaer, såsom skat, sager, der angår samfundets interesser osv. En af de hindringer, vi arbejder med, er selvfølgelig det, du spørger om, det er hindringer på det digitale område, og så vidt jeg ved, finder der et ret stort arbejde sted i det islandske finansministerium, som tager sig af disse sager hos os. Jeg ved, at vores gode repræsentant i Grænsehindringsrådet har været i regelmæssig dialog med sine kolleger eller ansatte i finansministeriet netop for at få styr på og løse de sager, som du nævner. Jeg må dog indrømme, at jeg ikke er 100 % sikker på, hvor langt de er nået i beslutningsprocessen, det beklager jeg, og jeg kan heller ikke sige nøjagtigt, hvor langt man er nået i Finland, men jeg ved i hvert fald, at denne sag er højt prioriteret hos os i Island, at finde en løsning, og jeg tror, at vi alle sammen, samarbejdsministrene, befinder os der, hvor vi ønsker at følge særligt disse sager til dørs, da de betyder meget for os alle sammen.