194. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på spørsmål)

Informasjon

Speech type
Svar på spørsmål
Speech number
194
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Takk kærlega fyrir spurninguna. Svarið er já. Ég tel að við getum átt von á því að það verði meira samstarf um þessi mál núna. Noregur og Ísland hafa mjög nýlega ákveðið að Ísland taki forystuna í því að reyna að leysa þessi mál og það er áhugi beggja vegna á að gera það með þeim hætti. Við fáum upplýsingar frá norræna stjórnsýsluhindranaráðinu og það telur að það ætti að duga að einstaklingar haldi yfirvöldum upplýstum í norrænu búsetulandi sínu og að þau yfirvöld veiti þá upplýsingarnar sjálfkrafa til viðkomandi Norðurlanda. Þetta myndi, held ég, verða mjög mikilvægt í að leysa það sem við erum að tala um hérna. Þannig væri ein stofnun í landi þar sem einstaklingur er búsettur sem gæti komið þjóðskrárupplýsingum sjálfvirkt á milli landanna. Þetta myndi svara mörgum af þeim ágætu spurningum sem þú settir hérna fram, m.a. um látna ríkisborgara, tvöfalt ríkisfang, hjónabönd o.s.frv. 

Norræna stjórnsýsluráðið hefur lagt til að skipaður verði faghópur með fulltrúum frá norrænum þjóðskrám sem verði falið að kanna og gera tillögur um hvernig þessi sjálfvirku upplýsingaskipti gætu farið fram á milli norrænna þjóðskráa og unnið þá jafnvel að norrænum samningi um slík skipti. Það er eitt af því sem við erum að skoða. Ég hef sjálfur átt fund með ráðherranum heima á Íslandi sem fer með þessi mál og það er mikill áhuga á að leysa þessi mál á íslandi þannig að ég vona að við getum sent einhver jákvæð skilaboð sem allra fyrst. Og takk fyrir þessa fínu spurningu. 

Skandinavisk oversettelse

Mange tak for spørgsmålet. Svaret er ja. Jeg tror, vi nu kan forvente et dybere samarbejde om disse sager. Norge og Island har for nyligt besluttet, at Island skal stå i spidsen i et forsøg på at løse disse sager, og begge lande er interesseret i at gøre det på denne måde. Vi får oplysninger fra det nordiske Grænsehindringsråd, som mener, at det burde være tilstrækkeligt, at personer oplyser myndigheder i deres nordiske bopælsland, og at de relevante myndigheder videregiver oplysningerne automatisk til de relevante nordiske lande. Jeg mener, at dette ville være meget vigtigt for at kunne løse det, som vi taler om her. Således ville der være en institution i det land, hvor en person er bosat, som kunne give folkeregisteroplysninger automatisk mellem landene. Dette ville være et svar på mange af de udmærkede spørgsmål, du stillede, bl.a. om døde statsborgere, dobbelt statsborgerskab, ægteskaber osv. 

Grænsehindringsrådet har foreslået, at der nedsættes en faggruppe med repræsentanter fra de nordiske folkeregistre, som skal have til opgave at undersøge og udarbejde forslag til, hvordan denne automatiske udveksling af oplysninger kunne foregå mellem de nordiske folkeregistre, samt eventuelt udforme en nordisk aftale om en sådan udveksling. Det er en af de ting, vi ser på. Jeg har selv haft et møde med ministeren hjemme i Island, som varetager dette område, og der er stor interesse for at løse disse sager i Island, så jeg håber, at vi kan sende nogle positive beskeder meget snart. Og tak for det fine spørgsmål.