196. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på spørsmål)

Informasjon

Speech type
Svar på spørsmål
Speech number
196
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Takk fyrir spurninguna. Það hefur ekki mikil umræða farið fram um þessi mál milli samstarfsráðherranna, svo það sé sagt. Á fundi okkar fyrir ári síðan í Riksdagen í Finnlandi kom þetta upp í samtali við forsætisnefndina og flest ríkin lýstu því yfir að þeim þætti samningurinn virka ágætlega eins og hann er í dag; hann væri dýnamískur, hann væri sveigjanlegur og það væri hægt að ræða flest þau málefni innan hans sem upp koma í norrænu samstarfi og ekki er þegar getið í honum.

Ef ég á að tala fyrir sjálfan mig og Ísland: Við höfum í sjálfu sér ekki verið neikvæð á að þetta málefni sé rætt og ég hef sjálfur hvatt til þess að þið ræðið þetta hérna í Norðurlandaráði, vegna þess að  Norðurlandaráð er málstofa þar sem er mikilvægt að taka upp málefni, hvort sem það eru stjórnsýsluhindranir, loftslagsmál, friður eða það sem snýr að þessu innra skipulagi. Þannig að ég hef alveg hvatt til þess að þið gerið það. Ég myndi alltaf segja að ef til þess kæmi að taka upp samninginn þá þyrftum við að horfa alvarlega til sjálfstjórnarríkjanna og hver þeirra staða yrði í breytingum á sáttmálanum. En við höfum ekki tekið sérstaka afstöðu til þess á Íslandi hvort við séum fylgjandi því að taka þetta upp eða ekki.

Skandinavisk oversettelse

Tak for spørgsmålet. Samarbejdsministrene har ikke drøftet disse sager indgående, for at sige det rent ud. På vores møde for et år siden i Riksdagen i Finland dukkede dette op i dialogen med præsidiet, og de fleste lande gav udtryk for, at de syntes, aftalen fungerede udmærket i sin nuværende form; at den var dynamisk, den var fleksibel, og at den gav mulighed for at drøfte de fleste emner, der opstår i det nordiske samarbejde, og ikke allerede er nævnt i den.

Hvis jeg skal tale for mig selv og for Island: Vi har sådan set ikke været negativt indstillet over for, at dette emne blev drøftet, og jeg har selv opmuntret til, at I diskuterer det i Nordisk Råd, fordi Nordisk Råd er et debatforum, hvor det er vigtigt at tage emner op, hvad enten det drejer sig om grænsehindringer, klima, fred eller det, der vedrører indre anliggender. Derfor har jeg altid opmuntret jer til at gøre det. Jeg vil altid sige, at hvis det er tilfældet, at aftalen bliver opdateret, så må vi se med alvor på landene med selvstyre, og hvordan deres stilling ville blive ændret i aftalen. Men vi har ikke i Island taget specifik stilling til, hvorvidt vi støtter en opdatering eller ej.